Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

„Sterkar vís­bendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu

Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afsláttardagar skýri skyndi­lega hækkun bensínverðs

Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt.

Neytendur
Fréttamynd

Að­laga lána­mál ríkisins að breyttum að­stæðum

Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrir­tæki Elds með málmana sem Trump girnist á Græn­landi

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar, Amaroq, sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi Grænlands strax á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Tilkynning félagsins í síðasta mánuði um fund sjaldgæfra málma setur félagið í sviðsljós stórveldakapphlaups.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik

Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð.

Neytendur
Fréttamynd

Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar

Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­herji gæti tvö­faldast

Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað

Ferðamaður fær ekki skaðabætur eftir að gönguferð upp á Hvannadalshnjúk var snúið við skammt undan tindinum vegna veðurs. Hann krafðist rúmlega 400 þúsund króna en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á sjónarmið hans.

Neytendur
Fréttamynd

Fær íshellaferð ekki endur­greidda

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ferðamanns um endurgreiðslu vegna íshellaferðar sem hann mætti ekki í vegna þess að hann taldi að ferðinni hefði verið aflýst.

Neytendur
Fréttamynd

Gert að af­henda bú­slóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu

Manni sem starfar í flutningsþjónustu hefur verið gert að afhenda viðskiptavini, konu, hluta búslóðar hennar gegn greiðslu eftirstöðva upphafslegs samnings þeirra í millum, alls 290 þúsund króna. Maðurinn hafði haldið búslóðinni gíslingu og gefið út reikning sem var þrefalt hærri en upphaflega hafði verið samið um munnlega.

Neytendur