Fréttamynd

Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ýmsar for­sendur Hæsta­réttar um skil­málann já­kvæðar

Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Lofar að koma böndum á CNN

David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi er­lendra far­þega stendur í stað en Ís­lendingum fækkar

Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vanda­mál“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Beindu skamm­byssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“

„Þeir hentu mér á gólfið, héldu hnífi að hálsinum á mér, beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you, I will kill you, …. Hvar eru peningarnir?“ segir Björn Friðþjófsson húsasmíðameistari og ekki laust við að maður finni skelfingarhrollinn hríslast niður um sig við hlustunina eina og sér.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kaffi Ó-le opið á ný

Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið.

Viðskipti innlent