Lífið

Varð edrú á sjö mínútum - myndband

„Sigurjón Árnason heitinn bað fyrir mér og sjö mínútum seinna breyttist vanlíðan í vellíðan. Mér fannst ég svífa á silkisæng," segir Gylfi Ægisson meðal annars aðspurður hvernig hann hætti að drekka fyrir 30 árum síðan. Hljómsveitin Paparnir rauk beint á topp tónlistans með nýjustu plötuna „Ég verð að dansa" með vinsælustu lögum og textum Gylfa Ægissonar. Platan batt þannig enda á sigurgöngu Eurovision-plötu keppninnar í ár, en hún hefur verið á toppnum síðustu vikur. Alls eru 15 lög á plötunni, en á meðal þeirra eru smellir á borð við: Jibbý jei, Gústi guðsmaður, Út á gólfið, Minning um mann, Stolt siglir fleyið mitt, Í sól og sumaryl, Fallerí fallera og Sjúddiraríei.

Lífið

Spennandi vampíruframhald - myndband

Tökum á annarri vampírumyndinni New Moon í Twilight-seríunni er lokið og sú fjórða er í bígerð en hún verður byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-myndin naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldsmyndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards. Fyrir aðdáendur Twilight-seríunnar má sjá kynningarmyndband New Moon hér.

Lífið

Thomas Beatie fæddi son

Thomas Beatie hefur eignast sitt annað barn. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Beattie fæddi börnin sjálfur. Beatie fæddist kona en gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir nokkrum árum.

Lífið

Djassari handtekinn á Fríkirkjuvegi 11

Djassarinn Tómas R. Einarsson var handtekinn á Fríkirkjuvegi 11 í gærkvöldi þegar hópur hústökumanna sló eign sinni tímabundið á hús auðjöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Lífið

Samdi dökkgrænt hátíðarlag

„Ég er búinn að því, ég bjó það til um helgina,“ segir Bubbi Morthens spurður um Þjóðhátíðarlagið en það kom í hans hlut að semja það í ár. „Mér fannst nú tími til kominn að goðsagnapersónunum úr mínum samtíma í Vestmannaeyjum, Bjössa í Klöpp, Eiríki hesti og þeim bræðrum Stjána og Sibba Nínón, yrðu gerð skil í Þjóðhátíðar­lagi,“ segir hann um efni lagsins, sem líklega verður farið að óma í eyrum landans við lok þessa mánaðar.

Lífið

Flugmæðgur, geitungabani og Icesave

Það verður fjölbreyttur Ísland í dag þáttur í kvöld. Við kynnumst 23 ára fyrrverandi fegurðardrottningu, einu konunni sem flýgur fyrir Iceland express, og það með mömmu sína aftur í.

Lífið

Tetris er 25 ára

Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags.

Leikjavísir

Íslenskt stóðlíf í Belgíu

Belgíska ríkissjónvarpið var hér á landi um helgina við að mynda heimildarþátt um íslenska hestinn. Íshestar, Icelandair, Ferðamálastofa og utanríkisráðuneytið koma auk Belga að þættinum. Þátturinn fjallar um dýralíf í hinum ýmsu löndum og er sýndur á besta tíma.

Lífið

Með netþætti um Vestfirði

Janus Bragi Jakobsson, sem er að útskrifast úr heimildar­myndadeild Danska kvikmyndaskólans, hefur fengið styrk frá Menningarsjóði Vestfjarða til að búa til heimildarmyndaþætti á netinu um lífið á Vestfjörðum.

Lífið

Skrautlegur leikhópur Þorleifs

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri frumsýndi á föstudag Rómeó og Júlíu í kantónu St. Gallen í Sviss, en Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas sjá um búninga og leikmynd. Á bloggi Þorleifs fer hins vegar tvennum sögum af uppsetningunni, en þar lýsir hann því yfir að fimmti þáttur verksins sé óþarfur og Rómeó og Júlía sé yfirborðskenndur farsi með banal ástarsenum. Þá er leikhópurinn teiknaður sem einfeldningslegur hópur ófrumlegra listamanna.

Lífið

Spurningakeppni um fótbolta

Fyrsta pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com verður haldin í kvöld klukkan 20 á Enska barnum. „Við höfum verið með þetta í maganum í svolítinn tíma að standa fyrir „pub quiz“ þar sem fótboltanördar geta komið saman og séð hver er manna fróðastur um fótbolta,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, annar ritstjóra Sammarinn.com. Hinn heitir Björn Berg Gunnarsson og saman sjá þeir einnig um Fótboltaþáttinn á Útvarpi Sögu á mánudögum og föstudögum.

Lífið

Þráir Jonas-bræður

Lady Gaga veigrar sér ekki við því að ræða opinberlega um kynlíf, en það nýjasta í því efni er yfirlýsing hennar um að hún vilji eiga ferkant með Jonas-bræðrunum. „Ég elska Jonas-bræður, þeir eru mjög hæfileikaríkir.“

Lífið

Denis hefur þrisvar látið breyta brjóstunum

Bandaríska leikkonan Denise Richard, sem áður var gift leikaranum Charlie Sheen, segir að hún hafi þrisvar sinnum látið breyta brjóstunum á sér. Leikkonan greindi nýverið frá þessu í viðtali hjá útvarpsmanninn Howord Stern. Denis hefur tvisvar látið stækka brjóst sin en hún var 19 ára gömul þegar hún gerði það í fyrra skiptið.

Lífið

Ævisaga Slumdog-stjörnu gefin út

Ákveðið hefur verið að gefa út ævisögu leikara úr Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire þrátt fyrir að viðkomandi sé einungis níu ára. Um er að ræða Rubina Ali sem fór á kostum sem hin unga Latika.

Lífið

Madonna vill ættleiða annað barn

Söngkonan Madonna hefur í hyggju að ættleiða annað barn frá Afríku jafnvel þótt ættleiðingu hennar á stúlkunni Mercy frá Malaví hafi verið hafnað í apríl. Nú beinir hún sjónum sínum að Nígeríu og hefur fengið ástmann sinn Jesus í lið með sér.

Lífið

Susan Boyle ætlar aftur á toppinn

Skoski söngfuglinn Susan Boyle, sem sló í gegn í bresku hæfileikakeppninni Britain´s got talent er komin af hressingarhælinu og er ekki af baki dottin. Hún ætlar sér á toppinn á nýjan leik en hún var lögð inn eftir að hafa lent í öðru sæti í keppninni.

Lífið

Katie Price að brenna yfir

Breska glysgellan Katie Price er á barmi taugaáfalls eftir skilnað sinn við Peter Andre eftir því sem fram kemur í breska blaðinu New of the World. Price sefur hvorki né borðar og neytir meira áfengis en góðu hófi gegnir.

Lífið

Eminem fékk boruna á Bruno viljandi í andlitið

Bandaríski rapparinn Eminem fékk boruna á tískulöggunni Bruno viljandi í andlitið á MTV kvikmyndahátíðinni um síðustu helgi. Rapparinn hefur upplýst að hann var hluti af atriði Sacha Baron Cohen í hlutverki Bruno.

Lífið

Ný plata með Whitney Houston væntanleg

Ný plata með bandarísku söngdívunni Whitney Houston er væntanleg í lok sumars. Ekki er búið að finna titil á nýjasta verk söngkonunnar sem gaf síðast út plötu fyrir sjö árum.

Lífið

Bleikjan hverfur úr íslenskum ám

„Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir nokkur ár. Þetta er skelfilegt,“ segir einhver helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins.

Lífið

Ótakmörkuð erlend tónlist

Lagaúrvalið á síðunni Tónlist.is hefur verið aukið úr 50 þúsund lögum í 2.500.000 lög eftir að samningar náðust við erlenda útgáfurisa.

Lífið

Kærasta Robba braut Evrópubikarinn

„Jú, jú, þetta er rétt, það er samt búið að laga hann núna,“ segir Róbert Gunnarsson, einn af hinum ástsælu silfurdrengjum og leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.

Lífið