Lífið

Katie Price að brenna yfir

Katie Price
Katie Price MYND/Nordic Photos/Getty Images

Breska glysgellan Katie Price er á barmi taugaáfalls eftir skilnað sinn við Peter Andre eftir því sem fram kemur í breska blaðinu New of the World. Price sefur hvorki né borðar og neytir meira áfengis en góðu hófi gegnir.

Vinir hennar hafa miklar áhyggjur af henni en meðal þess sem blaðið segir Price gera er að hún blandar saman svefnlyfjum og áfengi, borðar aðeins kex og tekur brjálæðisköst ef Andre svarar ekki símtölum frá henni.

Price, sem er vellauðug, hefur miklar áhyggjur af því að Peter Andre ætli sér að eyðileggja ímynd hennar og feril. „Hann ætlar að sparka í mig þar sem það er sárast, í veskið," er haft eftir Price í blaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.