Leikjavísir

Tetris er 25 ára

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags.

Pajitnov starfaði hjá tölvudeild sovésku vísindaakademíunnar þegar hann fékk hugmyndina að leiknum og leiddist einfaldlega í vinnunni. Nafnið Tetris sameinaði hann úr eftirlætisíþróttinni sinni, tennis, og gríska forskeytinu tetra. Þeir eru ófáir sem kannast við Tetris en leikurinn var gefinn út fyrir nánast allar gerðir af einka- og leikjatölvum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Leikurinn gengur út á að raða fallandi kubbum, af ýmsum stærðum og gerðum, saman í eina heild og mynda með þeim samfelldan múr. Þrátt fyrir að leikurinn reki upphaf sitt til ársins 1984 var það ekki fyrr en árið 1989 sem hann öðlaðist heimsfrægð en þá gaf Nintendo hann út fyrir Game Boy-leikjatölvu sína. Fram að því hafði Tetris eingöngu verið nothæfur í IBM-einkatölvum en um leið og Nintendo tók hann upp á arma sína seldust 35 milljónir eintaka af honum og björninn var unninn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×