Lífið

Thomas Beatie fæddi son

Thomas með frumburðinn Susan.
Thomas með frumburðinn Susan.

Thomas Beatie hefur eignast sitt annað barn. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Beatie fæddi börnin sjálfur. Beatie fæddist kona en gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir nokkrum árum.

Hann ákvað þó að halda möguleikanum á barneignum opnum og hefur það skilað honum tveimur heilbrigðum börnum, dótturinni Susan sem er eins árs og nýfæddum syni sem enn hefur ekki fengið nafn.

Hann sagði í viðtali við sjónvarpskonuna Barböru Walters á dögunum að það eina sem greindi hann frá venjulegum mæðrum væri að hann getur ekki gefið börnunum brjóst. Það sé hinsvegar ekki vandamál þar sem konan hans sjái um þá hlið mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.