Lífið

Ævisaga Slumdog-stjörnu gefin út

Rubina Ali fyrir miðju. Ayush Mahesh Khedekar og Azharuddin Mohammed standa við hlið hennar. Mynd/AP
Rubina Ali fyrir miðju. Ayush Mahesh Khedekar og Azharuddin Mohammed standa við hlið hennar. Mynd/AP
Ákveðið hefur verið að gefa út ævisögu leikara úr Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire þrátt fyrir að viðkomandi sé einungis níu ára. Um er að ræða Rubina Ali sem fór á kostum sem hin unga Latika.

Kvikmyndin Slumdog Millionaire sló í gegn og sópaði til sín fjölda verðlauna. Þar á meðal hlaut myndin átta Óskarsverðlaun.

Leikstjórinn Danny Boyle hefur legið undir ámælum fyrir að hafa svikið munaðarlausu börnin sem léku í myndinni og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla Boyle þrælahaldara. Boyle hélt þó nýverið til Indlands til að finna sómasamleg heimili handa stjörnum úr myndinni, þar á meðal Ali.

Það er breska útgáfufyrirtækið Transworld sem gefur bókina út. Stefnt er að bókin komi út síðar í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.