Lífið

Spurningakeppni um fótbolta

Félagarnir Kolbeinn Tumi og Björn Berg standa fyrir spurningakeppninni.
fréttablaðið/vilhelm
Félagarnir Kolbeinn Tumi og Björn Berg standa fyrir spurningakeppninni. fréttablaðið/vilhelm

Fyrsta pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com verður haldin í kvöld klukkan 20 á Enska barnum. „Við höfum verið með þetta í maganum í svolítinn tíma að standa fyrir „pub quiz“ þar sem fótboltanördar geta komið saman og séð hver er manna fróðastur um fótbolta,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, annar ritstjóra Sammarinn.com. Hinn heitir Björn Berg Gunnarsson og saman sjá þeir einnig um Fótboltaþáttinn á Útvarpi Sögu á mánudögum og föstudögum.

Lítið sem ekkert hefur verið um að sérstakar spurningakeppnir um fótbolta séu haldnar á börum hérlendis og er framtak þeirra félaga því kærkomið fyrir fótboltaáhugamenn. „Áhuginn er til staðar og þetta verður eitthvað fyrir alla. Það verður rýnt til baka í söguna, hverjir skoruðu og hverjir unnu,“ segir Kolbeinn og lofar skemmtilegri keppni.

Þátttaka er ókeypis og formið er hefðbundið þar sem tveir eru saman í liði. Efstu þrjú liðin fá í verðlaun einn metra af bjór auk þess sem bjórspurning verður á sínum stað. Reikna þeir félagar með því að keppnin verði haldin á nokkurra vikna fresti hér eftir.

-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.