Djassari handtekinn á Fríkirkjuvegi 11 Valur Grettisson skrifar 9. júní 2009 10:12 Tómas R. Einarsson leiddur út í járnum. Hann gat þó æft sig daginn eftir. Djassarinn Tómas R. Einarsson var handtekinn í Fríkirkjuvegi 11 í gærkvöldi þegar hópur hústökumanna sló eign sinni tímabundið á hús auðjöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar. „Ef Íslendingar eiga að borga skuldir auðmannanna sem ráku banka í óstjórn þá ættum við að minnsta kosti eignast Fríkirkjuveg," segir mótmælandinn Tómas R. en hann segir að um þetta hafi hann deilt við tvær lögreglukonur sem voru honum ekki sammála. „Ég var bara að kíkja á nýja húsið mitt," segir Tómas hlæjandi en lögreglukonunum var ekki jafn skemmt og djassgeggjaranum og því settur þær hann í handjárn og leiddu hann út úr nýja húsinu sínu. „Þeim fannst ég svo líflegur að þær settu mig í handjárn," segir Tómas sem erfir ekki viðskipti sín við lögreglukonurnar. Tómas segir að viðnám sitt hafi verið friðsamlegt og ekki hafi þurft að hafa hann í járnum nema í nokkrar mínútur. Þá hafi heldur ekki þurft að færa hann niður á lögreglustöð. „Ég slapp við handtökur í þetta skiptið þannig ég get æft mig í dag," segir Tómas sem spilar á kontrabassa. Sjálfur vill Tómas meina að það sé ótækt og óboðlegt að útrásavíkingarnir svokölluðu, skulu sitja uppi með sinn ránsfeng á meðan þjóðin borgar skuldir þeirra. „Héðan í frá ættu eignir þeirra að verða að okkar eignum. Það er lágmarkskurteisi gagnvart þjóðinni," segir Tómas en Björgólfur Thor er sonur Björgólfs eldri og sem átti Landsbankann sem var með Icesave á sinni könnu. Mótmælunum lauk svo á ellefta tímanum í gær. Að sögn Tómasar var tilgangur mótmælanna þá þegar kominn til skila. Spurður hvort krepputalið hafi áhrif á suðrænan djassinn sem Tómas er þekktastur fyrir, segist Tómas ekki bera þess merki enn. Það verði þó að skoða einhvertímann í framtíðinni og þá af meiri fræðingum en honum sjálfum. Hann segir þjóðina djassþyrsta þessa daganna, hljómsveit hans, Trúnó-bandið, hefur varla undan spilamennsku. Að auki hafi hljómsveitin ferðast vítt og breitt um landið, en síðast voru þeir í Vestmannaeyjum á Hvítasunnu. Síðan liggur leiðin til Ísafjarðar og þaðan á djasshátíð á Egilsstöðum. „Það er ekkert kreppumerki í djassinum, við spilum óháð hagsveiflum," segir Tómas að lokum sem kom mótmælum sínum rækilega til skila í gær. Tengdar fréttir Róleg stemning á Fríkirkjuvegi Að sögn Lögreglu er róleg stemning við Fríkirkjuveg þar sem að 20-25 manns brutust inn um níuleytið í kvöld. Enginn hefur verið handtekinn. 8. júní 2009 21:52 Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp. 8. júní 2009 22:48 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Djassarinn Tómas R. Einarsson var handtekinn í Fríkirkjuvegi 11 í gærkvöldi þegar hópur hústökumanna sló eign sinni tímabundið á hús auðjöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar. „Ef Íslendingar eiga að borga skuldir auðmannanna sem ráku banka í óstjórn þá ættum við að minnsta kosti eignast Fríkirkjuveg," segir mótmælandinn Tómas R. en hann segir að um þetta hafi hann deilt við tvær lögreglukonur sem voru honum ekki sammála. „Ég var bara að kíkja á nýja húsið mitt," segir Tómas hlæjandi en lögreglukonunum var ekki jafn skemmt og djassgeggjaranum og því settur þær hann í handjárn og leiddu hann út úr nýja húsinu sínu. „Þeim fannst ég svo líflegur að þær settu mig í handjárn," segir Tómas sem erfir ekki viðskipti sín við lögreglukonurnar. Tómas segir að viðnám sitt hafi verið friðsamlegt og ekki hafi þurft að hafa hann í járnum nema í nokkrar mínútur. Þá hafi heldur ekki þurft að færa hann niður á lögreglustöð. „Ég slapp við handtökur í þetta skiptið þannig ég get æft mig í dag," segir Tómas sem spilar á kontrabassa. Sjálfur vill Tómas meina að það sé ótækt og óboðlegt að útrásavíkingarnir svokölluðu, skulu sitja uppi með sinn ránsfeng á meðan þjóðin borgar skuldir þeirra. „Héðan í frá ættu eignir þeirra að verða að okkar eignum. Það er lágmarkskurteisi gagnvart þjóðinni," segir Tómas en Björgólfur Thor er sonur Björgólfs eldri og sem átti Landsbankann sem var með Icesave á sinni könnu. Mótmælunum lauk svo á ellefta tímanum í gær. Að sögn Tómasar var tilgangur mótmælanna þá þegar kominn til skila. Spurður hvort krepputalið hafi áhrif á suðrænan djassinn sem Tómas er þekktastur fyrir, segist Tómas ekki bera þess merki enn. Það verði þó að skoða einhvertímann í framtíðinni og þá af meiri fræðingum en honum sjálfum. Hann segir þjóðina djassþyrsta þessa daganna, hljómsveit hans, Trúnó-bandið, hefur varla undan spilamennsku. Að auki hafi hljómsveitin ferðast vítt og breitt um landið, en síðast voru þeir í Vestmannaeyjum á Hvítasunnu. Síðan liggur leiðin til Ísafjarðar og þaðan á djasshátíð á Egilsstöðum. „Það er ekkert kreppumerki í djassinum, við spilum óháð hagsveiflum," segir Tómas að lokum sem kom mótmælum sínum rækilega til skila í gær.
Tengdar fréttir Róleg stemning á Fríkirkjuvegi Að sögn Lögreglu er róleg stemning við Fríkirkjuveg þar sem að 20-25 manns brutust inn um níuleytið í kvöld. Enginn hefur verið handtekinn. 8. júní 2009 21:52 Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp. 8. júní 2009 22:48 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Róleg stemning á Fríkirkjuvegi Að sögn Lögreglu er róleg stemning við Fríkirkjuveg þar sem að 20-25 manns brutust inn um níuleytið í kvöld. Enginn hefur verið handtekinn. 8. júní 2009 21:52
Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp. 8. júní 2009 22:48