Lífið

Grínkóngar sameinaðir á hvíta tjaldinu

Hvergi banginn
Þorsteinn Gunnar Bjarnason er að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Og hún skartar grínkóngunum Ladda og Stefáni Karli í aðalhlutverkum. Leikstjórinn segist vera með smá í maganum yfir þessu öllu en kveðst þó vera hvergi banginn.
Hvergi banginn Þorsteinn Gunnar Bjarnason er að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd. Og hún skartar grínkóngunum Ladda og Stefáni Karli í aðalhlutverkum. Leikstjórinn segist vera með smá í maganum yfir þessu öllu en kveðst þó vera hvergi banginn.

„Það er ekkert eiginlegt nafn komið á myndina, köllum hana bara Laddi - The Movie þótt hún sé ekkert um Ladda og líf hans," segir Þorsteinn Gunnar Bjarnason kvikmyndaleikstjóri.

Þorsteinn er að fara að leikstýra sinni fyrstu mynd í fullri lengd og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hefur fengið sjálfan Ladda í aðalhlutverkið en ár og dagar eru liðnir síðan þessi ástsælasti grínleikari birtist síðast á hvíta tjaldinu; samkvæmt Imdb.com var það í kvikmyndinni Stella í framboði frá árinu 2002 þar sem hann endurtók hlutverk hins víðfræga Salomons en það er önnur saga.

Meðal mótleikara Ladda í myndinni er síðan hin alþjóðlega Latabæjar-stjarna Stefán Karl Stefánsson þannig að ekki verður annað sagt en að ferill Þorsteins fái fljúgandi start. Hann hefur sjálfur enga skýringu á því af hverju honum tókst að fá þessa tvo grínkónga til liðs við sig.

„Þegar stórt er spurt. Ég trúi því bara að þeir hafi séð að þetta gæti orðið skemmtileg mynd."

Um er að ræða gamanmynd um örlagaríkan dag í lífi manns þar sem allt fer á annan veg en upphaflega var gert ráð fyrir.



Stefán Karl Stefánsson/Leikari/Söngvari/Los Angeles

„Þetta er svona „road-movie, vegamynd eins og það heitir víst á íslensku, og gerist bæði í höfuðborginni og sveitum landsins," segir Þorsteinn en tökur á myndinni ættu að hefjast á þessu ári. Þorsteinn viðurkennir að það sé óneitanlega svolítið stressandi að vera að fara að leikstýra kvikmynd með bæði Ladda og Stefáni Karli.

„Já, ég væri að ljúga því ef ég væri ekki með í maganum yfir þessu, en ég er með gott fólk með mér," segir Þorsteinn.



Laddi Þórhallur Sigurðsson

„Til að mynda er Gunnar Björn Guðmundsson aðstoðarleikstjóri og hann verður mín hægri hönd enda kominn með dágóða reynslu," en Gunnar Björn leikstýrði til að mynda Astrópíu sem sló rækilega í gegn í íslenskum kvikmyndahúsum.

Þorsteinn lærði sín fræði í Kvikmyndaskóla Íslands, nam þar bæði handritsskrif og leikstjórn.

„Svo fór ég til London í mastersnám í leiklist og kom bara aftur heim síðasta sumar," útskýrir Þorsteinn sem er hvergi banginn þótt efnahagsástandið á Íslandi sé ekki upp á marga fiska.

„Það þarf ekki alltaf að vera dýrt að gera bíómynd."

freyrgigja@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.