Lífið

Bleikjan hverfur úr íslenskum ám

bleikjan að hverfa Gunnar segir að nú á krepputímum sé ekki líklegt að bleikjunni verði sleppt.
bleikjan að hverfa Gunnar segir að nú á krepputímum sé ekki líklegt að bleikjunni verði sleppt.

„Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir nokkur ár. Þetta er skelfilegt,“ segir einhver helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins.

Sportveiðiblaðið var að koma út, stútfullt af athyglisverðu efni fyrir sportveiðimenn. Gunnar ritar inngangsorð og þar segir hann sjálfa bleikjuna í hættu. Hann fullyrðir að hún verði horfin með öllu eftir nokkur ár. Og vert er að gefa því gaum sem Gunnar hefur um þetta að segja en hann hefur nú verið forfallinn stangveiðimaður í 33 ár og hefur ritstýrt Sportveiðiblaðinu í 28 ár.

gunnar bender

„Það er sótt að bleikjunni úr öllum áttum. Það er þessi flundruviðbjóður [sem étur seiðin] sem er kominn í margar ár og svo hlýindin sem hafa mikil áhrif á bleikjuna,“ segir Gunnar og nefnir sláandi tölur máli sínu til stuðnings.

Bleikjuveiðin hefur verið að detta niður á undanförnum árum. Gunnar talar um hrun. Þá telur Gunnar Bender það ekki verða til mikillar hjálpar að í kreppunni eru litlar líkur taldar á því að veiðimenn sleppi bráð sinni eins og færst hefur í vöxt á undanförnum árum. „Vonandi verður stóra fisknum sleppt. En þessi litli... hann verður allur drepinn. Þetta hef ég verið að heyra.“

Í nýju Sportveiðiblaði, sem kemur út tvisvar á ári og er prentað í fjögur þúsund eintökum, er söngvarinn Pálmi Gunnarsson fyrirferðarmikill bæði í grein um veiði á Grænlandi og svo er mikið viðtal við hann. - jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.