Lífið

Susan Boyle ætlar aftur á toppinn

Susan Boyle
Susan Boyle MYND/Nordic Photos/Getty Images

Skoski söngfuglinn Susan Boyle, sem sló í gegn í bresku hæfileikakeppninni Britain´s got talent er komin af hressingarhælinu og er ekki af baki dottin. Hún ætlar sér á toppinn á nýjan leik en hún var lögð inn eftir að hafa lent í öðru sæti í keppninni.

Boyle sagði við fjölmiðla að henni liði „fjandi frábærlega“ þegar hún var á leið heim til kattarins síns hans Peebles.

Simon Cowell bíður með samning fyrir Boyle, sem vakti heimsathygli fyrir söng sinn í keppninni. Cowell ku vera sannfærður um að Boyle geti orðið stórstjarna og Boyle er klár í slaginn.

„Ég ætla að kljást við heiminn. Ég er þegar búin að bretta upp ermarnar,“ sagði Boyle. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.