Lífið

Madonna vill ættleiða annað barn

Madonna í Malaví í apríl.
Madonna í Malaví í apríl. MYND/Nordic Photos/Getty Images

Söngkonan Madonna hefur í hyggju að ættleiða annað barn frá Afríku jafnvel þótt ættleiðingu hennar á stúlkunni Mercy frá Malaví hafi verið hafnað í apríl. Nú beinir hún sjónum sínum að Nígeríu og hefur fengið ástmann sinn Jesus í lið með sér.

Madonna hefur sent fyrirspurnir um stúlkubörn á munaðarleysingjahæli í borginni Kaduna í Nígeríu. Og það er pressa á ástmanninum Jesus því Madonna telur að hann gegni lykilhlutverki í ættleiðingarferlinu. Jesus þarf að sýna að hann sé ábyrgur faðir.

Skötuhjúin hyggjast heimsækja munaðarleysingjahælið í Kaduna eins fljótt og þau geta.

Madonna á fyrir þrjú börn, Lourdes, sem er tólf ára, Rocco sem er átta ára og hinn þriggja ára David sem var ættleiddur frá Malaví. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.