Lífið

Vildi peninga í skiptum fyrir þrjú stig í landsleiknum

„Hvar eru peningarnir okkar?“
„Hvar eru peningarnir okkar?“
Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu hafa lífgað upp á miðbæ Reykjavíkur með skemmtilegum hætti í allan dag en landsleikur Íslands og Hollands hefst klukkan korter í sjö á Laugardalsvelli.

Einn stuðningsmaður hollenska liðsins bauð Íslendingum á Austurvelli þrjú stig í leiknum fyrir peninga. Hollendingurinn sprangaði um með skilti sem á stóð meðal annars: „Hvar eru peningarnir okkar?" Væntanlega er Hollendingurinn káti að vísa í innistæður hollenskra sparifjáreigenda á Icesave reikningunum umtöluðu.

Stuðningsmenn hollenska landsliðsins voru fjölmennir í miðbænum í dag.
Við þetta má bæta að samkomulag Íslands við Bretland og Holland vegna Icesave reikningana var undirritað í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.