Lífið

Eigum við að rifja upp hvenær þú gladdir ástina þína síðast?

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Kringlunni í dag þar sem Friðrika Hjördís Geirsdóttir selur girnilegar ástarkökur í tilefni af Valentinusardeginu fram á mánudaginn næsta. Hluti af söluágóðanum rennur til styrktar Barnaspítala Hringsins og með hverri köku fylgir fallegt ástarljóð eftir afa Friðriku, Geir Gunnar Gunnlaugsson, sem er fallinn frá. Þá segir Friðrika stuttlega frá kökunum í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið

Jessica 6 á Austur

Bandaríska danstríóið Jessica 6 og Of Monsters and Men, sem vann Músíktilraunir í fyrra, koma fram á Austur – Live-kvöldi sem verður haldið í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Austur í kvöld. Austur – Live er ný tónleikaröð þar sem ferskar innlendar og erlendar hljómsveitir koma fram.

Lífið

Spaghettí-plata í maí

Platan Rome, sem er samstarfsverkefni Danger Mouse úr hljómsveitinni Gnarls Barkley og ítalska tónskáldsins Daniele Luppi, kemur út 16. maí. Platan er undir áhrifum frá spaghettívestra­tónlist Ennio Morricone og var hún tekin upp í hljóðverinu Forum í Róm sem Morricone átti þátt í að stofna.

Lífið

Palli á Aldrei fór ég suður

Fyrstu flytjendurnir hafa verið bókaðir á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Páll Óskar Hjálmtýsson, FM Belfast, Jónas Sigurðsson, Grafík, Bjartmar og Bergrisarnir, Skálmöld, Perla Sig og Vintage ætla öll að troða upp á hátíðinni. Opinn borgarafundur var haldinn um framtíð Aldrei fór ég suður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Þar kom fram að Íslandsstofa hefur lýst yfir áhuga á samstarfi við skipuleggjendur um að streyma viðburðum á netið og að fá erlenda fjölmiðlamenn á svæðið. Nýi rokkstjórinn, Jón Þór Þorleifsson, var einnig kynntur til sögunnar.

Lífið

Bjartmar tilnefndur í fyrsta sinn

„Þetta er virkilega flott og maður er bara þakklátur fyrst og fremst. Það er alltaf gott að fá hlýjan hug,“ segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur verið tilnefndur til þrennra Íslenskra tónlistarverðlauna.

Lífið

Sætu stelpurnar létu sjá sig

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum á verðlaunahátíð á vegum Kvikmyndir.is og Myndir mánaðarins sem fram fór í Egilshöll í kvöld. Kvikmyndin Órói hrifsaði til sín öll áhorfenda verðlaun fyrir íslenskar myndir. Baldvin Zophoniasson var valinn besti leikstjórinn, Atli Óskar Fjalarsson besti leikarinn, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var valin besta leikkonan og Órói kvikmynd ársins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá leikara úr Óróa, þar á meðal Birnu Rún Eiríksdóttur sem er með milljón dollara rödd, og höfund Óróa, Ingibjörgu Reynisdóttur leikkonu

Lífið

Krimmakóngur horfir til Íslands

„Jussi er einn heitasti höfundurinn í Skandinavíu í dag og við urðum fyrst til að hreppa hnossið,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Lífið

Loksins forsíðustúlka sem lítur ekki út fyrir að hafa svelt sig í ár

Leikkonan Sara Ramirez, 35 ára, sem varð heimsþekkt eftir að hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Grey's Anatomy, er glæsileg á forsíðu Latina tímaritsins. Í umræddu forsíðuviðtali segir Sara meðal annars: Það er langur listi sem ég gæti velt mér upp úr endalaust og haft áhyggjur af. Eins og er ég nógu mjó? Er ég nógu hæfileikarík og svo framvegis. Ég geri mjög miklar væntingar til mín." Sjá meira á Latina.com og fleiri myndir af Söru í myndasafni.

Lífið

Þó líði sextíu ár

Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson heldur upp á sextugsafmæli sitt með tónleikum í Háskólabíói á afmælisdegi sínum 16. apríl. Þar verður farið yfir einstakan feril söngvarans allt frá því að hann var kjörinn poppstjarna ársins árið 1969 fram til dagsins í dag.

Lífið

Fótboltamaður og fegurðardrottning - á föstu á Facebook

Ein helsta von okkar íslendinga í knattspyrnuheiminum Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í samband. Sú heppna heitir Alexanda Helga Ívarsdóttir sem hlaut nafnbótina Ungfrú Ísland árið 2008. Gylfi hefur heldur betur farið vel af stað í þýska boltanum en hann er markahæsti leikmaður Hoffenheim á tímabilinu.

Lífið

15 hlutir sem þú vissir ekki um Sjálfstætt fólk

Sjálfstætt fólk, þáttur Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Jóns Þórðarsonar, er tilnefndur til Edduverðlauna í áttunda skipti í ár. Þrisvar sinnum hafa þeir félagar hreppt verðlaunin í flokki frétta- eða viðtalsþátta.

Lífið

Elma Lísa í ruglinu: Selur flottu fötin sín á fáránlegu verði

Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona ætlar að selja fallegu fötin sín ásamt vinkonum sínum tveimur á morgun, laugardag í FÍL húsinu á bak við Þjóðleikhúsið. Elma sem er áberandi smekklega klædd kona sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvað hún ætlar að selja og það á spottprís.

Lífið

Útgáfu flýtt um viku

Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur flýtt útgáfu á fyrstu plötu sinni um eina viku. Platan, sem nefnist What Did You Expect From The Vaccines, kemur út 14. mars í staðinn fyrir 21. mars. Þar með er ljóst að hún kemur ekki út á sama tíma og nýjasta plata rokkaranna í The Strokes, Angles, sem The Vaccines hefur stundum verið líkt við.

Lífið

Íslenska geðveikin tekin á glamúrinn

Kjólameistarinn og klæðskerinn Selma Ragnarsdóttir saumaði gylltan glamúrkjól fyrir athafnakonuna Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur áður en hún fór á Golden Globe verðlaunaafhendinguna og það út frá teikningu eins og sjá má í myndskeiðinu. Selma og Sigrún ræða hvernig hugmyndin að kjólnum varð að veruleika og það nánast á mettíma eða á íslensku geðveikinni eins og sumir myndu segja.

Lífið

Spila sjóðheitt reggí

Tónlistarhópurinn Rvk Sound­system stendur fyrir mánaðar­legum reggíkvöldum í Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda annan laugardag hvers mánaðar.

Lífið

Ný kvikmyndaverðlaun

Kvikmyndaverðlaun tímaritsins Myndir mánaðarins og síðunnar Kvikmyndir.is verða haldin í Sambíóunum Egilshöll í fyrsta sinn á morgun. „Það þarf að hafa einhver verðlaun þar sem fólk fær að segja sína skoðun.

Lífið

Á stalli með þeim bestu

Jeff Bridges leikur drykkfelldan fógeta í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit. Hann hefur sex sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna á löngum og litríkum ferli.

Lífið

Klaufaleg lygi og hamingja

Auk vestrans True Grit verða þrjár nýjar myndir frumsýndar í bíó á morgun. Just Go with It er gamanmynd með Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Sandler leikur lýtalækni sem fellur fyrir mun yngri og sérlega glæsilegri konu. Hann fær aðstoðarkonu sína (Aniston) til að þykjast vera fyrrverandi kona hans til að breiða yfir klaufalega lygi. Lygin um eiginkonuna verður að lygi um að þau eigi tvö börn saman og fljótlega fer allt úr böndunum.

Lífið

Mikið rétt þetta voru týpiskir VIP tónleikar

Það var gríðarlega góð stemning á tónleikum Nýdanskrar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar bandið mætti áhorfendum á skemmtilegan hátt í svokölluðu návígi leikhússins. Hljómsveitarmeðlimir sýndu skemmtiatriði samhliða söngnum sem vöktu mikla lukku frumsýningarge

Lífið

Langafi Elvisar skilur ekkert í nafngiftinni

„Íslendingum er að fjölga og nafngiftum fjölgar líka,“ segir Ólafur Daði Helgason, faðir Theodórs Elvisar sem fæddist í desember á síðasta ári. Mannanafnanefnd samþykkti nýlega seinna nafn Theodórs eftir talsvert mas og þras að sögn föðurins.

Lífið

Samdi lag fyrir 100 milljónir

„Þetta er í rauninni stærra en að spila á Wembley, þannig séð,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson. Lag hans hljómaði í nýrri auglýsingu farsíma­fyrirtækisins Motorola sem var sýnd í hálfleik Super Bowl fótboltaleiksins í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Talið er að um 105 milljónir áhorfenda hafi séð auglýsinguna.

Lífið