Lífið

Skandalar ársins sem er að líða

Það er af mörgu að taka þegar kemur að skandölum ársins 2008 hjá fræga fólkinu. Fréttablaðið tók saman nokkur dæmi um það sem vakti athygli á árinu sem er að líða.

Lífið

Seldu fyrir um 250 milljónir króna

Laddi, Páll Óskar og Arnaldur Indriðason eru sölukóngar ársins með tæplega áttatíu þúsund eintaka sölu. Miðað við útreikninga Fréttablaðsins þýðir þetta að Íslendingar hafa greitt rúmlega 250 milljónir króna fyrir verk þeirra á árinu sem er að líða. Mun það væntanlega tryggja þremenningum og útgefendum þeirra drjúgan skilding í vasann á þessum síðustu og verstu tímum.

Lífið

Erpur rappaði grimmt í Danmörku

„Ég var að koma frá Danmörku. Djöfull var fínt að losna úr þessum sjálfstæðisbrunarústum,“ segir rapparinn Erpur sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn. Gerði góða ferð þar sem hann heimsótti danska, íslenska og færeyska vini sína. Og tróð upp sjálfur.

Lífið

Sest ekki í helgan stein

Leikarinn Dustin Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein. Hann óttast þó að fá ekki eins góð hlutverk og áður eftir því sem aldurinn færist yfir hann.

Lífið

Nýtt umslag hjá Retro Stefson

Annað upplag af fyrstu plötu Retro Stefson, Montaña, er komið í búðir. Nýtt umslag er á nýja upplaginu. Fyrsta umslagið, með grámyglulegum kassa og pýramída, þótti hálf misheppnað, að minnsta kosti kaus dómnefnd Fréttablaðsins það þriðja ljótasta umslag ársins á dögunum.

Lífið

Bjuggu til jólagjafir

Brad Pitt, Angelina Jolie og börnin þeirra bjuggu til að minnsta kosti eina jólagjöf og gáfu einhverjum innan fjölskyldunnar. Nauðsynlegt er að vinna sé lögð í gjafirnar. Þessu sagði Brad frá í samtali við OK, og bætti því við að það væri mjög fallegt að sjá börnin gefa hvert öðru.

Lífið

Kirsten Dunst fær nálgunarbann

Leikkonan Kirsten Dunst hefur fengið nálgunarbann á náunga að nafni Christopher Smith. Sá hafði gerst ansi nærgöngull á heimili leikkonunnar og bankað þar upp á eins og ekkert væri sjálfsagðara þrátt fyrir að aðstoðarmaður Dunst hefði útskýrt að hún væri ekki heima. Smith þessi virðist hafa þróað með sér sérstakt dálæti á leikkonunni og var ekkert á þeim buxunum að gefast upp við að ná í skottið á henni. Hann var síðan handtekinn og færður til skýrslutöku eftir þetta atvik.

Lífið

Einar Bárðar heldur Idol-námskeið

„Fólk hefur leitað mikið til mín, sérstaklega krakkar sem eru reiðubúnir að leggja allt í sölurnar. Ég er því svona að spá í að slá upp skyndinámskeiði í Idol-fræðum í kringum inntökuprófin,“ segir Einar Bárðarson, fyrrum dómari í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 og umboðsmaður Íslands. Einar þekkir inntökupróf út og inn, skipulagði tvö slík sjálfur, fyrir Nylon og Luxor, og sat eins og áður segir í Idol-dómnefndinni fyrir tveimur árum.

Lífið

Uppselt á styrktartónleikana tíunda árið í röð

Uppselt er á árlega tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói sem haldnir verða á morgun, laugardag. Það er athafnamaðurinn Einar Bárðarson sem skipuleggur tónleikana ásamt vinum sínum og vandamönnum úr tónlistarbransanum. Tónleikarnir voru fyrst haldnir árið 1998 og alltaf hefur Einari og félögum tekist að fylla Háskólabíó.

Lífið

Sumarljós frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld

Jólafrumsýning Þjóðleikhússins er leikgerð byggð á skáldsögunni Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson. Leikritið Sumarljós verður frumsýnt á Stóra sviðinu í kvöd í leikstjórn Hilmars Jónssonar, sem jafnframt er höfundur leikgerðarinnar.

Lífið

Sjúkraflutningamenn heimsóttu barn á Barnaspítalanum

Sjúkraflutningamenn úr Árnessýslu heimsóttu Aron Eðvarð Björnsson og foreldra hans á Barnaspítala Hringsins í Reykjavík í dag, aðfangadag. Að sögn sjúkraflutningamanna liggur Aron liggur á spítala vegna veikinda sem hann hefur verið að kljást við síðan að hann fæddist, þann 11. október síðastliðinn.

Lífið

Nakin Amy dansar - myndband

Eins og myndbandsbúturinn sýnir skemmtir Amy Winehouse sér í sólinni þar sem hún tekst á við fíknina. Undanfarið ár hefur Amy vakið athygli fyrir afar skrautlegt líferni, og hefur fjölskylda hennar ítrekað reynt að fá hana til að fara í meðferð.

Lífið

Marín Manda heldur jólin í Danmörku

„Ég fagna jólunum með tengdafjölskyldunni minni í ár hér í Kaupmannahöfn," svarar Marín Manda Magnúsdóttir sem er búsett í Danmörku þar sem hún rekur barnafataverslun þegar Vísir spyr um hennar jólahald.

Lífið

Séra Vigfús: Þetta er sérstök stund

Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Vísir hafði samband við séra Vigfús Þór Árnason sem sér um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex. „Margir fara í kirkju en flestir eru heima. Fjöldi fólks notfærir sér nútímatækni með því að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Það sem er skemmtilegt við þessa messu er að Vísir sendir hana um allan heim," segir Vigfús.

Lífið

Tveggja ára snáði gaf happdrættisvinning til barnaspítalans

Vökudeild Barnaspítala Hringsins fékk nýlega höfðinglega gjöf frá hinum tveggja ára gamla Gunnari Helga Stefánssyni og fjölskyldu hans. Um er að ræða 900.000 krónur sem hann vann í Happdrætti Háskóla Íslands og ákvað fjölskyldan að láta féð renna til tækjakaupa fyrir vökudeildina.

Lífið

Grænt hlaðborð hjá Sollu á aðfangadag

Á aðfangadag þá er ég með grænt hlaðborð," svarar Sólveig Eiríksdóttir aðspurð hvort hún vilji upplýsa hvað hún ætlar að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. „Hlaðborðið saman stendur meðal annars af sérstaklega góðu salati með allskonar grænmeti, granateplum, marineruðu brokkolí og fleiru."

Lífið

Britney bakkar - myndir

Söngkonan Britney Spears, 27 ára, var mynduð í gærkvöldi við stýrið þar sem hún bakkaði frá dansstúdíói í Los Angeles eftir að hún prufaði dansara sem hún ætlar að ráða í vinnu.

Lífið

Upp með mér að mála Vigdísi

Eins og myndirnar sýna fræddi Elín Reynisdóttir förðunarfræðingur fjölda kvenna í verslun Make up store í Smáralindinni um andlitsförðun. Vísir hafði samband við Elínu og Margréti R. Jónasdóttur eiganda Make up store og spurði þær út í námskeiðin og hátíðarförðun. „Það sem ég er að leggja áherslu á á hópnámskeiðunum

Lífið

„Ég hef alltaf verið á galopnu fyrir þjóðinni"

Bryndís Schram leiðir lesendur um lönd og álfur í nýrri bók, Í sól og skugga, sem er einskonar minningasyrpa fremur en hefðbundin ævisaga. Vísir hafði samband við Bryndísi, sem er framúrskarandi sögumaður sem hefur frá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu að segja.

Lífið

Fylgist með jólasölunni aðeins 14 ára

„Þessir dagar eru þaktir þéttri dagskrá hjá mér því ég hef nýlokið við að gefa út dvd-diskinn minn, Auga fyrir auga," svarar Árni Beinteinn Árnason, 14 ára þegar Vísir spyr hann frétta. „Ég fer daglega í helstu búðir til að athuga hvort að allt sé ekki á sínum stað og fylgjast með sölunni og er svo að reyna að láta fólk vita af þessu eftir fremsta megni."

Lífið

De Niro-veggspjald gagnrýnt

Siðanefnd samtaka auglýsenda í Bretlandi hefur úrskurðað að staðsetning kvikmyndaplakats nýjustu kvikmyndar Roberts De Niro og Al Pacino, Righteous Kill, hafi verið óviðeigandi á sínum tíma. Plakatinu var komið fyrir á Stockwell-lestastöðinni á meðan rannsókn fór fram á máli Jean Charles de Menezes sem myrtur var af breskum lögregluþjónum skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í London í júlí.

Lífið

Flytja til Frakklands

Brad Pitt, Angelina Jolie og börnin þeirra sex hafa ákveðið að setjast að í Frakklandi, Þetta staðfestir Pitt í samtali við tímaritið Hello. Hann viðurkennir að þessi þeytingur sem kvikmyndastjörnur þurfi sífellt að vera á hafi ekki farið vel í börnin og að nú þurfi þau einhvern fastan samastað. „Þau hafa farið heimshornanna á milli og verið á stöðugum flækingi undanfarið ár. Þetta gengur ekki lengur og við viljum búa þeim alvöru heimili.“

Lífið