Lífið

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag

Það er í nógu að snúast fyrir Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í dag. Hann afhendir síðdegis í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 á Bessastöðum. Athöfnin hefst kl. 16.00.

Lífið

Angelina og Brad yfirheyrð - myndband

Meðfylgjandi má sjá leikaraparið Brad Pitt og Angelinu Jolie í yfirheyrslu í viðtali sem tekið var í gærkvöldi á SAG verðlaunahátíðinni. Þegar spyrill sjónvarpsstöðvarinnar E!, Giuliana Rancic, spurði Brad persónulegrar spurninga var hann fljótur að biðja um næstu spurningu. Angelina ræðir meðal annars um börnin og Brad biðst undan spurningunum.

Lífið

Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar

Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu.

Lífið

Í fyrsta sinn á Broadway

Leikkonan Sienna Miller mun heyja frumraun sína á Broadway í New York næsta haust. Miller mun leika Miss Julie í einu af aðeins þremur hlutverkum í leikritinu After Miss Julie sem verður frumsýnt í september.

Lífið

Myndamaraþoni að ljúka

Frosti Örn Gnarr Gunnarsson, stjúpsonur Jóns Gnarr, heldur úti heimasíðu þar sem hann hefur birt eina tölvugerða mynd á dag í tæpt ár. Um sannkallað mynda­maraþon er að ræða því myndirnar eru orðnar 354 talsins og eiga því aðeins ellefu eftir að birtast.

Lífið

Samstarf á ís

Lítið hefur heyrst frá Megasi eftir að hann sendi frá sér metsöluplötuna Á morgun í fyrra. Þó eru ýmsar þreifingar í gangi, meðal annars hefur Raggi Bjarna sungið inn eitt lag eftir hann, „Meinfreyjublús".

Lífið

Þórir framleiðir mynd um Charles Bronson

Kvikmyndin Bronson í leikstjórn hins danska Nicholas Winding Refn hefur vakið mikla athygli á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem nú er haldin í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Þórir Snær Sigurjónsson hjá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak, er einn framleiðanda myndarinnar en gagnrýnendur hafa hrósað henni hástert og kvikmyndarýnir karlablaðsins FHM telur hana vera Clockwork Orange 21. aldarinnar. „Jú, hún hefur verið að fá prýðilega dóma," segir Þórir hógvær í samtali við Fréttablaðið en hann var staddur á Sundance til að fylgja eftir sýningum á stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, 2Birds sem aldrei þessu vant fór heim verðlaunalaus.

Lífið

Harry í ástarsorg

Á meðan Íslendingar horfðu á eftir Björgvini G. Sigurðssyni úr embætti viðskiptaráðherra þá þurfti Harry Bretaprins að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri laus og liðugur. Kærastan hans til fimm ára, Chelsy Davy, sagði honum upp í gegnum síma fyrir nokkrum dögum segir í breska götublaðinu News of the World. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins var Chelsy búin að fá nóg af pipar­sveinalíferni prinsins en honum hefur þótt æði gaman að skella sér á pöbbinn með vinum sínum og djamma fram á nótt. Þau ætla þó að vera áfram vinir.

Lífið

Gabor tapar á Madoff

Gamla kvikmyndastjarnan Zsa Zsa Gabor tapaði að minnsta kosti 7 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði nærri 900 milljónum íslenskra króna, á svikum bandaríska viðskipamannsins Bernards Madoff.

Lífið

Harry hættur með kærustunni

Harry Bretaprins og kærasta hans Chelsy Davy hafa bundið enda á samband sitt. Að sögn breska blaða skilja þau í sátt. Þau hafa þekkst í fimm ár og hafa minnst einu sinni áður slitið sambandi sínu.

Lífið

Ulrika sigraði Big Brother fyrst kvenna

Sænska sjónvarpskonan Ulrika Jonsson sigraði í Celebrity Big Brother raunveruleikaþættinum á Channel 4 í Bretlandi. Ulrika er mjög þekkt úr bresku sjónvarp og fyrir hafa búið með fótboltakappanum Stan Collymore.

Lífið

Rúmlega 4000 Fésbók notendur styðja Geir

Geir H. Haarde hefur fengið hlýjar kveðjur eftir að hann tilkynnti um veikindi sín í gær. Þannig hafa hátt í fjögur þúsund manns notað tengslasíðuna Facebook til að óska honum góðs bata. Sértök síða til að gera það hefur verið stofnuð og má þar lesa fjöldann allan af kveðjum þar sem honum er óskað hins besta í baráttunni við veikindi sín.

Lífið

Heiður að fá tilnefningu

Spænska leikkonan Penelope Cruz segir það mikinn heiður af hafa verið tilnefnd til Óskarsins fyrir hluterk sitt í Vicky Christina Barcelona. „Þessi tilnefning er heiður og hefur mikla þýðingu fyrir mig," sagði Cruz.

Lífið

Hafnaði Coldplay

Alex James, bassaleikari Blur, missti af tækifæri til að fá hljómsveitina Coldplay til að semja við útgáfufyrirtæki sitt.

Lífið

Benni Ólsari vill tíu milljónir

„Þetta mál er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Prófmál og engin furða að þessir menn séu að míga á sig. Hætt að sýna Kompás og allt enda þeir búnir að kúka upp á bak þessir pappakassar,“ segir Benjamín Þór Þorgrímsson – betur þekktur sem Benni Ólsari.

Lífið

Tónleikaferðin gekk framar vonum

Tónleikaferð hljómsveitarinnar Hjaltalín um Evrópu lýkur í ensku borginni Coventry í kvöld. Söngkonan Sigríður Thorlacius segir að ferðin hafi gengið framar vonum. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og það er eiginlega búið að vera skemmtilegt alls staðar. Það var mjög gaman í Þýskalandi og líka á Eurosonic í Hollandi,“ segir Sigríður.

Lífið

Smáaurar fyrir Iron Man

Orðrómur er uppi um að Mickey Rourke hafi verið boðnir 250 þúsund dollarar, eða um 32 milljónir króna fyrir að leika í framhaldi hasarmyndarinnar Iron Man.

Lífið

Skemmti sér konunglega

Fjölskylda leikarans sáluga Heaths Ledger segist vera stolt og spennt yfir tilnefningu hans til Óskarsins. Ledger, sem lést fyrir ári síðan, fékk fyrir skömmu Golden Globe-verðlaunin fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight.

Lífið

Blanchett á frímerki

Andlit leikkonunnar Cate Blanchett mun prýða ný frímerki sem framleidd verða í heimalandi hennar, Ástralíu. „Ég er bæði undrandi og auðmjúk yfir því að ég sé orðin að frímerki. Milljónir Ástralíubúa eiga eftir að sleikja mig og ég get ekki beðið eftir því," sagði Blanchett. „Þetta sýnir einnig fram á gildi listarinnar í Ástralíu og færir hana í átt til almennrar neyslu. Ef ég er orðin hluti af því þá er ég virkilega stolt."

Lífið

Flytja inn 50 kíló af haggis

„Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppileg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkjadeilu stöðva okkur," segir Einar Skúlason, formaður Edinborgarfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld.

Lífið

Oasis til Kína

Rokkararnir í Oasis hafa ákveðið að halda tónleika í Kína í fyrsta sinn á ferlinum. Gallagher-bræður og félagar spila í Peking og Sjanghæ þriðja og fimmta apríl en áður höfðu þeir ákveðið að koma fram í Hong Kong hinn sjöunda þess mánaðar. Oasis hefur einnig tilkynnt að hljómsveitirnar Reverend and the Makers, Twisted Wheel og The Peth muni hita upp fyrir hljómsveitina á tónleikum í Bretlandi í sumar.

Lífið

Augu Dana beinast að Íslandi

Danska rokksveitin D-A-D mætti til landsins í gærdag og heldur styrktartónleika fyrir Íslendinga í vanda á Nasa í kvöld. Danskir fjölmiðlar sýna heimsókninni áhuga.

Lífið

Kelly Osbourne í meðferð

Kelly Osbourne, dóttir rokkhjónanna Ozzy og Sharon, hefur skráð sig í meðferð, og ekki í fyrsta skipti. Osbourne, sem er 24 ára gömul skráði sig sjálfviljug á Hazelden sjúkrastofnunina í Oregon í dag til þess að takast á við „persónuleg málefni“ eins og blaðafulltrúi hennar orðaði það í tilkynningu.

Lífið

Óska Geir góðs bata

„Ég óska Geir innilega góðs bata og þó ég hafi verið pólitískur andstæðingur hans þá finnst mér þetta skelfilegur sjúkdómur og óska honum alls góðs," segir Eva Hauksdóttir norn þegar Vísir spyr hana um bænir sem fólk getur farið með fyrir ættingja sem takast á við veikindi. „Þegar góður vinur min fékk krabbamein safnaði ég saman kveðjum frá vinum og kunningjum ásamt galdrastöfum sem ég gerði til handa honum um góðan bata en galdur er tákn um ósk sem þú kastar," útskýrir Eva og tekur fram að hún er trúleysingi.

Lífið