Yfirheyrður af lögreglu vegna tölvupósts 24. janúar 2009 07:15 Eftir því sem næst verður komist er hann fyrstur til að vera handtekinn og yfirheyrður vegna netskrifa. „Ég tók smá kast á netinu. Á til að vera gífuryrtur. Var svo handtekinn og yfirheyrður því ég þótti ógn við ráðamenn," segir Þorri Jóhannsson, skáld með meiru. Í gærmorgun bönkuðu tveir lögregluþjónar upp á hjá Þorra og höfðu hann með sér til yfirheyrslu. Tilefnið var tölvupóstur sem Þorri hafði reynt að birta á athugasemdakerfi á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundssonar - lillo.blog.is, en þegar það ekki tókst sendi hann skrif sín í tölvupósti. Friðriki var brugðið og gerði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra viðvart. „Ég leit svo á að þarna væru hótanir í garð einstaklinga og stofnana í samfélaginu auk þess sem ég taldi skrifin beinast gegn mér," segir Friðrik sem fól Stefáni að meta hvort ástæða væri til að aðhafast í málinu. Skrifin eru ógnandi en Friðrik birtir þau á síðu sinni: „StóriðjuÖssur fær ekki að lifa til vors…" og svo framvegis. Forvitnum er bent á síðu Friðriks. Þorri segir þetta upplifun og dregur ekki úr því að hafa verið heitt í hamsi enda umbrotatímar. Hann segist hafa lesið síðu Friðriks, „þessa grunnhyggna snáps úr Samfylkingunni sem taldi allt batna með að ríkisstjórnin færi. Alltaf verið að blása upp að steinum sé hent í lögguna eins og ekki sé neinn aðdragandi," segir anarkistinn Þorri. Sem var látinn dúsa í klefa í tvo tíma án þess að fá að fara á salerni né fá vott eða þurrt. „Svo ræddi ég við lögregluna, sagði þetta spámannlegan texta og vísaði í söguna þar sem byltingin getur orðið blóðug. Þetta er þroskaferli í sögu þjóðarinnar eftir siðleysi og efnishyggju." Þorri rambar á milli þess að vera upp með sér, segist aldrei hafa áður fengið slík viðbrögð við skrifum sínum og að vera tættur eftir yfirheyrsluna þaðan sem honum var sleppt við svo búið. Og óljóst á þessari stundu hvar málið endar.- jbg Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Ég tók smá kast á netinu. Á til að vera gífuryrtur. Var svo handtekinn og yfirheyrður því ég þótti ógn við ráðamenn," segir Þorri Jóhannsson, skáld með meiru. Í gærmorgun bönkuðu tveir lögregluþjónar upp á hjá Þorra og höfðu hann með sér til yfirheyrslu. Tilefnið var tölvupóstur sem Þorri hafði reynt að birta á athugasemdakerfi á bloggsíðu Friðriks Þórs Guðmundssonar - lillo.blog.is, en þegar það ekki tókst sendi hann skrif sín í tölvupósti. Friðriki var brugðið og gerði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra viðvart. „Ég leit svo á að þarna væru hótanir í garð einstaklinga og stofnana í samfélaginu auk þess sem ég taldi skrifin beinast gegn mér," segir Friðrik sem fól Stefáni að meta hvort ástæða væri til að aðhafast í málinu. Skrifin eru ógnandi en Friðrik birtir þau á síðu sinni: „StóriðjuÖssur fær ekki að lifa til vors…" og svo framvegis. Forvitnum er bent á síðu Friðriks. Þorri segir þetta upplifun og dregur ekki úr því að hafa verið heitt í hamsi enda umbrotatímar. Hann segist hafa lesið síðu Friðriks, „þessa grunnhyggna snáps úr Samfylkingunni sem taldi allt batna með að ríkisstjórnin færi. Alltaf verið að blása upp að steinum sé hent í lögguna eins og ekki sé neinn aðdragandi," segir anarkistinn Þorri. Sem var látinn dúsa í klefa í tvo tíma án þess að fá að fara á salerni né fá vott eða þurrt. „Svo ræddi ég við lögregluna, sagði þetta spámannlegan texta og vísaði í söguna þar sem byltingin getur orðið blóðug. Þetta er þroskaferli í sögu þjóðarinnar eftir siðleysi og efnishyggju." Þorri rambar á milli þess að vera upp með sér, segist aldrei hafa áður fengið slík viðbrögð við skrifum sínum og að vera tættur eftir yfirheyrsluna þaðan sem honum var sleppt við svo búið. Og óljóst á þessari stundu hvar málið endar.- jbg
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira