Heimilislegra tónleikahald 26. janúar 2009 06:30 Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari, telur að áherslurnar hafi breyst í íslensku tónleikahaldi að undanförnu. „Lifandi tónlist er á öðrum forsendum en áður. Viðburðirnir eru orðnir minni en örari og það er ekki verið að rukka mikið inn. Þetta er allt orðið miklu heimilislegra,“ segir Kári. Tengir hann þessar nýju áherslur við Facebook-síðuna þar sem hljómsveitir auglýsi tónleika sína eingöngu fyrir aðdáendakjarna sinn á Netinu. Til dæmis hafi Seabear og GusGus verið duglegar við það. „Tilkoma Facebook og Myspace hefur gert það að verkum að í staðinn fyrir að senda tilkynningar á fjölmiðla eru þær sendar á grúppuna því þar ná hljómsveitirnar miklu betur í markhópinn sinn.“ Nefnir hann sem dæmi að smærri tónleikum hafi fjölgað á stöðum eins og Kaffi Rósenberg og Kaffibarnum. Þórður Pálmason hjá Kaffi Rósenberg segir að staðurinn sé bókaður næstu þrjá til fjóra mánuði frá miðvikudegi til laugardags. Jókst aðsókn hljómsveita í staðinn nokkuð eftir að Organ hætti á síðasta ári. Hann játar að sumar sveitir eigi erfitt með að komast að hjá sér. „Það ættu allir að fá að spila en það er nú bara ekki svoleiðis, segir Þórður. Hann viðurkennir jafnframt að kreppan hafi sín áhrif á reksturinn. „Það er auðvitað brölt að vera í rekstri í dag eins og ástandið er en það hefur ekkert stórkostlegt gerst enn þá.“ Kári Sturluson telur að vissulega sé missir að Organ, Tunglinu og Sirkus úr íslensku tónlistarlífi en flóra annarra staða sé engu að síður ágæt. Hljómsveitir geti nú valið úr stöðum á borð við Nasa, Grand Rokk, Dillon, Iðnó og Kaffi Rósenberg sem taki við áhorfendafjölda á bilinu 150 til 500 manns. Frekar vanti stað sem taki 1500 manns, aðallega þá fyrir erlendar hljómsveitir. Bætir hann við að þrátt fyrir efnahagsástandið sé ekkert ómögulegt að flytja þekktar erlendar hljómsveitir til landsins. „Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því. Ég hlusta ekki á svona væl, sérstaklega þegar maður veit betur,“ segir Kári. Nefnir hann sem dæmi að dollarinn hafi verið í 110 krónum árið 2001 þegar hann flutti inn sveitir á borð við The Strokes og Rammstein til landsins án nokkurra vandkvæða. Núna þegar dollarinn er aðeins hærri, eða 125 krónur, vilji aftur á móti enginn flytja inn hljómsveit nema þá með því að safna fyrir því eins og dæmið með U2 sannar. „Mér finnst þetta með því kjánalegra sem ég hef heyrt, að reyna að fara í fjársöfnun fyrir hljómsveit sem gerir ekki annað en að græða peninga,“ segir hann, greinilega lítt hrifinn af uppátækinu. freyr@frettabladid.is kári sturluson Telur áherslurnar hafa breyst í íslensku tónleikahaldi. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Áherslur í íslensku tónleikahaldi eru að breytast. Tónleikar eru orðnir smærri í sniðum en um leið fleiri. Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari, telur að áherslurnar hafi breyst í íslensku tónleikahaldi að undanförnu. „Lifandi tónlist er á öðrum forsendum en áður. Viðburðirnir eru orðnir minni en örari og það er ekki verið að rukka mikið inn. Þetta er allt orðið miklu heimilislegra,“ segir Kári. Tengir hann þessar nýju áherslur við Facebook-síðuna þar sem hljómsveitir auglýsi tónleika sína eingöngu fyrir aðdáendakjarna sinn á Netinu. Til dæmis hafi Seabear og GusGus verið duglegar við það. „Tilkoma Facebook og Myspace hefur gert það að verkum að í staðinn fyrir að senda tilkynningar á fjölmiðla eru þær sendar á grúppuna því þar ná hljómsveitirnar miklu betur í markhópinn sinn.“ Nefnir hann sem dæmi að smærri tónleikum hafi fjölgað á stöðum eins og Kaffi Rósenberg og Kaffibarnum. Þórður Pálmason hjá Kaffi Rósenberg segir að staðurinn sé bókaður næstu þrjá til fjóra mánuði frá miðvikudegi til laugardags. Jókst aðsókn hljómsveita í staðinn nokkuð eftir að Organ hætti á síðasta ári. Hann játar að sumar sveitir eigi erfitt með að komast að hjá sér. „Það ættu allir að fá að spila en það er nú bara ekki svoleiðis, segir Þórður. Hann viðurkennir jafnframt að kreppan hafi sín áhrif á reksturinn. „Það er auðvitað brölt að vera í rekstri í dag eins og ástandið er en það hefur ekkert stórkostlegt gerst enn þá.“ Kári Sturluson telur að vissulega sé missir að Organ, Tunglinu og Sirkus úr íslensku tónlistarlífi en flóra annarra staða sé engu að síður ágæt. Hljómsveitir geti nú valið úr stöðum á borð við Nasa, Grand Rokk, Dillon, Iðnó og Kaffi Rósenberg sem taki við áhorfendafjölda á bilinu 150 til 500 manns. Frekar vanti stað sem taki 1500 manns, aðallega þá fyrir erlendar hljómsveitir. Bætir hann við að þrátt fyrir efnahagsástandið sé ekkert ómögulegt að flytja þekktar erlendar hljómsveitir til landsins. „Ég held að það sé alveg grundvöllur fyrir því. Ég hlusta ekki á svona væl, sérstaklega þegar maður veit betur,“ segir Kári. Nefnir hann sem dæmi að dollarinn hafi verið í 110 krónum árið 2001 þegar hann flutti inn sveitir á borð við The Strokes og Rammstein til landsins án nokkurra vandkvæða. Núna þegar dollarinn er aðeins hærri, eða 125 krónur, vilji aftur á móti enginn flytja inn hljómsveit nema þá með því að safna fyrir því eins og dæmið með U2 sannar. „Mér finnst þetta með því kjánalegra sem ég hef heyrt, að reyna að fara í fjársöfnun fyrir hljómsveit sem gerir ekki annað en að græða peninga,“ segir hann, greinilega lítt hrifinn af uppátækinu. freyr@frettabladid.is kári sturluson Telur áherslurnar hafa breyst í íslensku tónleikahaldi.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira