Lífið

Óska Geir góðs bata

Eva Hauksdóttir: „Þegar þú galdrar ertu að senda mynd af ósk um bata og kærleika. Þetta er eitthvað sem ég get alveg mælt með fyrir hvern sem er. Allir geta sent óskir, sína eigin galdrastafi."
Eva Hauksdóttir: „Þegar þú galdrar ertu að senda mynd af ósk um bata og kærleika. Þetta er eitthvað sem ég get alveg mælt með fyrir hvern sem er. Allir geta sent óskir, sína eigin galdrastafi."

„Ég óska Geir innilega góðs bata því þótt ég sé pólitiskur andstæðingur hans þá finnst mér þetta skelfilegur sjúkdómur.'' segir Eva Hauksdóttir norn.

„Þegar góður vinur minn fékk krabbamein safnaði ég lækningarúnum sem ég teiknaði upp í bók. Vinir og ættingjar skrifuðu svo kveðjur og óskir um góðan bata í bókina, sumir ortu kvæði eða teiknuðu sína eigin galdrastafi og við færðum honum bókina þegar hann lagðist inn á spítala. Þetta er dæmi um galdur því ég lít svo á að galdur sé í rauninni það að beina öllum ástríðum og vilja að ákveðinni ósk og staðfesta hana með tákni eða athöfn."

 

„Galdrastafir eru táknmyndir af hugmyndum og óskum, og lækningarúnir eru t.d. samsettar úr táknum sem standa fyrir lækningartæki og lyf. Hjartað er einnig áberandi í lækningarúnum síðari alda en það táknar samhyggð og kærleika," segir Eva. 

 

„Þegar þú teiknar lækningarúnir ertu að teikna mynd af ósk um bata og kærleika. Þetta er eitthvað sem ég get alveg mælt með fyrir hvern sem er. Allir geta sent óskir, sína eigin galdrastafi. Þetta er náskylt bæninni að því leyti að bæði galdur og bæn byggja á þeirri hugmynd að óskir okkar hafi áhrif.'' 

 

„Að gefnu tilefni vil ég taka fram að fyrir jólin tók Nornabúðin upp dúkkur sem heita litlu kreppukarlarnir. Þetta eru galdrabrúður og þeim fylgja tveir prjónar, en þegar tveir prjónar eru notaðir er það hugsað til að fá útrás fyrir reiði og stinga í stinga í samvisku þeirra sem eiga í hlut, en ekki til að valda sjúkdómum. Það er ekki hægt að skaða neinn með galdrabrúðu einni og sér."

 

„Galdur byggist meira á því sem fer fram í huga manns en brúðu eða galdrastaf og ég held að það hljóti að þurfa ofboðslegt hatur til að valda krabba með galdri. Ég hef ekki reynt það sjálf enda er það hroðalegasta sem ég gæti hugsað mér er að missa heilsuna og þess óska ég ekki nokkrum manni, þótt ég vilji losna við hann úr ráðherrastól" segir Eva að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.