Lífið

Elítan drakk kampavín í boði barónessu

Fransesca von Habsburg bauð listaelítunni að borða með sér á veitingastaðnum Við Tjörnina. Þeirra á meðal voru Krummi úr Mínus, Ragnar Kjartansson, Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir.
Fransesca von Habsburg bauð listaelítunni að borða með sér á veitingastaðnum Við Tjörnina. Þeirra á meðal voru Krummi úr Mínus, Ragnar Kjartansson, Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir.

Íslenskir listamenn átu og drukku í boði Fransescu von Habsburg á veitingastaðnum Við Tjörnina um svipað leyti og táragassprengjum var varpað á Austurvelli.

„Þetta var auðvitað fjarstæðukennt. En það er svo sem fullt af fjarstæðukenndum og súrrealískum atburðum að eiga sér stað á Íslandi í dag,“ segir Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, en hann var meðal gesta barónessunnar.

Elítan úr íslensku listalífi át og drakk í boði barónessunnar og Íslandsvinkonunnar, Fransescu af Habsburg, á miðvikudagskvöld á veitingastaðnum Við Tjörnina sem er í Templarasundi. Hún sötraði kampavín og vodka á meðan mótmælendur og lögregla slógust á Austurvelli með þeim afleiðingum að táragassprengjur voru notaðar til að sundra hópnum.

Meðal þeirra sem nutu gestrisni barónessunnar þá um kvöldið voru Jónsi úr Sigur Rós og fjöllistamaðurinn Ragnar Kjartansson en þeir hafa verið áberandi í mótmælunum á Austurvelli að undanförnu. Auk þeirra var listakonan Gabríela Friðriksdóttir meðal gesta sem og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir.

Heimildir Fréttablaðsins herma að reikningurinn hafi hljóðað upp á tæp 350 þúsund. „Jú, jú, auðvitað er eitthvað fáránlegt við þetta, drekka í boði barónessu á meðan eldar loga í Reykjavík. Svona getur þetta bara stundum verið. Ísland er undarlegt land um þessar mundir,“ segir Krummi.

Krumma til málsvarnar má taka fram að hann hafði staðið vaktina fyrir utan Alþingishúsið allan miðvikudaginn ásamt unnustu sinni og barið bumbur. Öskrað sig hásan með slag-orðinu „Vanhæf ríkisstjórn“. „Svo var manni bara orðið kalt og þegar hópnum var tvístrað í annað sinn af lögreglunni þá leist okkur ekkert á blikuna. Barónessan er ágætis vinkona mín og ég vissi af þessu boði þarna á veitingastaðnum. Hún borðar þarna alltaf þegar hún kemur hingað,“ útskýrir Krummi og bætir því við að barónessan hafi flogið hingað sérstaklega til að verða vitni að þeim miklu breytingum sem eiga sér stað á Íslandi um þessar mundir.

Útsýnið frá Við Tjörnina er ansi gott og þegar Krummi sá af svölum veitingastaðarins sjúkraliða bera lögreglumann burt á börum fékk hann mikla ónotatilfinningu. „Ég vissi það þá að hlutirnir væru að fara úr böndunum,“ segir Krummi og það varð raunin. Táragaslyktin barst inn á staðinn og menn komust í mikið uppnám. En svo róuðust menn eftir nokkurn tíma enda ekki á hverjum degi sem Íslendingar finna táragaslykt inni á fínum veitingastöðum. Krummi segir að listamenn landsins muni áfram standa í fremstu víglínu þessarar byltingar og menn séu í miklum ham. „Enda á þetta ástand eflaust eftir að veita mörgum innblástur á næstu misserum.“ freyrgigja@frettabladid.is

Blaðamannafundur von Habsburg og Kristofers Shlingensiefs
Tónleikar Incubus


Ragnar Kjartansson (rassi prump) og Örn Elías Guðmundsson (Mugison).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.