Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar 26. janúar 2009 06:45 Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira