Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar 26. janúar 2009 06:45 Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið