Aðgerðir Breta gegn Íslendingum ófyrirgefanlegar 26. janúar 2009 06:45 Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Breski stórleikarinn Ray Winstone er einhver dyggasti stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham. Liðið er sem kunngut er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hefur verið sagt eiga í fjárhagserfiðleikum síðan íslensku bankarnir hrundu. Winstone segist hins vegar engan kala bera til Björgólfs persónulega þrátt fyrir allt. Enda hafi þeir lyft þungum bagga af félaginu. „Stuðningsmennirnir eru að minnsta kosti brattir enda erum við í áttunda sæti deildarinnar," segir Winstone sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum en þar var hann að leika í kvikmyndinni 13 á móti Mickey Rourke. „Og svo seldum við Craig Bellamy til City með töluverðum ágóða," bætir Winstone við. Ray Winstone hefur reyndar haft horn í síðu auðkýfinga frá framandi löndum sem hafa keypt ensk knattspyrnufélög á undanförnum árum og eytt himinháum fjárhæðum í knattspyrnustjörnur. Og nefnir nú síðast Manchester City sem virðist hafa yfirfulla vasa af klinki. „Ólíkt þeim þá gat maður tengt sig við Björgólf og Íslendingana, ég meina, það rennur sameiginlegt víkingablóð í æðum okkar," segir Ray og vill því ekki taka undir þau orð að Björgólfur hafi komið West Ham á kaldan klaka. „Ég skelli skuldinni alfarið á bankakerfið, ekki á Björgólf persónulega heldur bankakerfið í heild sinni," útskýrir Ray. Winstone kom hingað til lands fyrir þremur árum. Og segist hafa fallið fyrir land og þjóð. Hann langi meira að segja að koma hingað og veiða í einhverri af ám landsins. „Svo lengi sem ég þarf ekki að borða ónýtan hákarl," segir Ray og hryllir við þegar hann er upplýstur um að nú sé akkúrat runninn upp tími þorramatar á Íslandi. Þegar talið berst frá íslenskum laxi og silungi aftur að efnahagsvandræðum Íslendinga fýkur í Ray þegar hann rifjar upp hryðjuverkalögin sem sett voru á Ísland. „Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt af breskum stjórnvöldum. Algjörlega út í hött," segir Ray og er heitt í hamsi. „Við eigum okkur sögu, Íslendingar og Bretar, við stóðum saman í seinni heimstyrjöldinni og þetta var alveg fráleitt." Og þegar blaðamaður segir honum frá lopapeysusöfnun landsmanna handa köldum gamalmennum í Bretlandi þá er Ray eiginlega bara nóg boðið. „Þið eigið ekkert að vera gera þetta, mér finnst þetta bara skandall, að svona skuli vera komið fram við eldri borgara. En þegar gamalmenni eru að hrynja niður af kulda og hryðjuverkalöggjöf er beitt á vinaþjóð þá hlýtur það að segja manni að eitthvað er að í bresku samfélagi." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira