Lífið

Smáaurar fyrir Iron Man

Rourke í hlutverki útbrunnins fjölbragðaglímukappa í myndinni The Wrestler.
Rourke í hlutverki útbrunnins fjölbragðaglímukappa í myndinni The Wrestler.

Orðrómur er uppi um að Mickey Rourke hafi verið boðnir 250 þúsund dollarar, eða um 32 milljónir króna fyrir að leika í framhaldi hasarmyndarinnar Iron Man.

Þetta þykja ekki miklir peningar þegar milljarðaborgin Hollywood er annars vegar. Svo virðist sem framleiðslufyrirtæki séu farin að draga verulega saman seglin í alþjóðlegu fjármálakreppunni og er tilboðið til Rourkes í góðum takti við það.

Rourke hefur átt frábæra endurkomu í kvikmyndaheiminn að undanförnu. Hann vann Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Wrestler og var einnig tilnefndur til Óskarsins. Þykir hann líklegastur til að hreppa styttuna eftirsóttu ásamt Sean Penn fyrir hlutverk sitt í Milk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.