Lífið

Kelly Osbourne í meðferð

Kelly Osbourne.
Kelly Osbourne.

Kelly Osbourne, dóttir rokkhjónanna Ozzy og Sharon hefur skráð sig í meðferð, og ekki í fyrsta skipti. Osbourne, sem er 24 ára gömul skráði sig sjálfviljug á Hazelden sjúkrastofnunina í Oregon í dag til þess að takast á við „persónuleg málefni" eins og blaðafulltrúi hennar orðaði það í tilkynningu.

Blaðafulltrúinn tók fram að fjölskylda Kelly standi heilshugar að baki henni en Osbourne fjölskyldan varð heimsfræg í raunveruleikaþætti á MTV fyrir nokkrum árum.

Kelly lenti í fangelsi í London fyrr í mánuðinum fyrir að ráðast á breskan slúðurdálkahöfund síðastliðið sumar. Henni var sleppt gegn tryggingu. Undanfarið hefur hún starfað í útvarpi í Bretlandi þar sem hún gefur unglingum heillaráð í lífinu. Hún hefur hins vegar ekki mætt í þáttinn síðustu vikurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.