Lífið

Í fyrsta sinn á Broadway

Miller stígur á leiksvið á Broadway í fyrsta sinn næsta haust.
Miller stígur á leiksvið á Broadway í fyrsta sinn næsta haust.

Leikkonan Sienna Miller mun heyja frumraun sína á Broadway í New York næsta haust. Miller mun leika Miss Julie í einu af aðeins þremur hlutverkum í leikritinu After Miss Julie sem verður frumsýnt í september.

Hin 27 ára Miller fæddist í New York en ólst upp á Englandi. Síðar meir sneri hún aftur til fæðingarborgar sinnar til að nema leiklist. Margir bíða spenntir eftir því að sjá hvernig Siennu reiðir af á leiksviði en telja má að reynsla hennar úr kvikmyndaheiminum eigi eftir að nýtast henni afar vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.