Myndamaraþoni að ljúka 26. janúar 2009 05:30 Hönnuðurinn efnilegi lýkur brátt myndamaraþoni sínu sem hefur staðið yfir í tæpt ár. fréttablaðið/vilhelm Frosti Örn Gnarr Gunnarsson, stjúpsonur Jóns Gnarr, heldur úti heimasíðu þar sem hann hefur birt eina tölvugerða mynd á dag í tæpt ár. Um sannkallað myndamaraþon er að ræða því myndirnar eru orðnar 354 talsins og eiga því aðeins ellefu eftir að birtast. Frosti Örn býr myndirnar til samdægurs og sendir síðan á 580 manna póstlista sem hann er með í tölvunni sinni. Myndirnar, sem má sjá á síðunni Coroflot.com/jackdesign, eru því fyrir löngu orðnar fastur liður í tilveru þeirra. „Þemað er dagurinn í dag og þess vegna geri ég þetta alltaf á kvöldin," segir Frosti Örn, sem er á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Eftir að verkefninu lýkur eftir tvær vikur ætlar hann að safna myndunum saman í bók og nota sem lokaverkefni sitt. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu og viðurkennir að hann muni sakna þess að senda ekki lengur frá sér myndirnar. „Ég er með kvíðahnút í maganum. Maður veit ekkert hvað tekur við. Þetta er eins og að fá að ala upp barn í ár og þurfa svo að skila því," segir hann. „Það hlýtur að taka við rosa tómleikatilfinning en ég tek mér bara eitthvað annað skemmtilegt fyrir hendur." Hann fékk hugmyndina þegar hætt var við skólaferðalag til Hollands á síðasta ári þar sem hann ætlaði að einbeita sér að listinni í þrjár vikur. Þess í stað ákvað hann að gera eina mynd á dag í heilan mánuð, sem síðar varð að einu ári. Frosti hefur haft fleira á sinni könnu að undanförnu þar á meðal hönnun stuttermabola og einnig plötuumslaga fyrir Ragnar Sólberg og Sign. - fb Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Frosti Örn Gnarr Gunnarsson, stjúpsonur Jóns Gnarr, heldur úti heimasíðu þar sem hann hefur birt eina tölvugerða mynd á dag í tæpt ár. Um sannkallað myndamaraþon er að ræða því myndirnar eru orðnar 354 talsins og eiga því aðeins ellefu eftir að birtast. Frosti Örn býr myndirnar til samdægurs og sendir síðan á 580 manna póstlista sem hann er með í tölvunni sinni. Myndirnar, sem má sjá á síðunni Coroflot.com/jackdesign, eru því fyrir löngu orðnar fastur liður í tilveru þeirra. „Þemað er dagurinn í dag og þess vegna geri ég þetta alltaf á kvöldin," segir Frosti Örn, sem er á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Eftir að verkefninu lýkur eftir tvær vikur ætlar hann að safna myndunum saman í bók og nota sem lokaverkefni sitt. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð við uppátækinu og viðurkennir að hann muni sakna þess að senda ekki lengur frá sér myndirnar. „Ég er með kvíðahnút í maganum. Maður veit ekkert hvað tekur við. Þetta er eins og að fá að ala upp barn í ár og þurfa svo að skila því," segir hann. „Það hlýtur að taka við rosa tómleikatilfinning en ég tek mér bara eitthvað annað skemmtilegt fyrir hendur." Hann fékk hugmyndina þegar hætt var við skólaferðalag til Hollands á síðasta ári þar sem hann ætlaði að einbeita sér að listinni í þrjár vikur. Þess í stað ákvað hann að gera eina mynd á dag í heilan mánuð, sem síðar varð að einu ári. Frosti hefur haft fleira á sinni könnu að undanförnu þar á meðal hönnun stuttermabola og einnig plötuumslaga fyrir Ragnar Sólberg og Sign. - fb
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira