Lífið

Skemmti sér konunglega

Fjölskylda leikarans segist vera stolt og spennt yfir Óskarstilnefningu hans.
Fjölskylda leikarans segist vera stolt og spennt yfir Óskarstilnefningu hans.

Fjölskylda leikarans sáluga Heaths Ledger segist vera stolt og spennt yfir tilnefningu hans til Óskarsins. Ledger, sem lést fyrir ári síðan, fékk fyrir skömmu Golden Globe-verðlaunin fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Knight.

Að sögn systur Ledgers var hlutverkið það skemmtilegasta sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. „Með hans eigin orðum þá skemmti hann sér konunglega,“ sagði hún. „Við viljum nota tækifærið og heiðra hans yndislega líf og hugga okkur við það að Heath mun snerta komandi kynslóðir með frábærri listsköpun sinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.