Lífið

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag

Það er í nógu að snúast fyrir Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í dag. Hann afhendir síðdegis í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2008 á Bessastöðum. Athöfnin hefst kl. 16.00.

Tíu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna 3. desember síðastliðinn. Fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.

Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi fimm bækur tilnefndar:

Álfrún Gunnlaugsdóttir: Rán. Útgefandi: Mál og menning Einar Kárason: Ofsi. Útgefandi: Mál og menning Guðrún Eva Mínervudóttir: Skaparinn. Útgefandi: JPV útgáfa Óskar Árni Óskarsson: Skuggamyndir úr ferðalagi. Útgefandi: Bjartur Sjón: Rökkurbýsnir. Útgefandi: Bjartur

Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis voru eftirfarandi 5 bækur tilnefndar:

Hjörleifur Guttormsson: Árbók Ferðafélags Íslands 2008. Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Útgefandi: Ferðafélag Íslands Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Örlög guðanna. Útgefandi: Mál og menning Loftur Guttormsson, ritstjóri. Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007. Útgefandi: Háskólaútgáfan Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði. Útgefandi: Mál og menning Þorvaldur Kristinsson: Lárus Pálsson leikari. Útgefandi: JPV útgáfa

Bókmenntaverðlaunin nema 750 þúsund krónum í hvorum flokki, auk þess sem afhent eru skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens, - opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.