Lífið

Flytja inn 50 kíló af haggis

Einar Skúlason Um tíma stóð tæpt að hægt væri að bjóða upp á skoskt haggis á hátíð Edinborgarfélagsins en það hafðist fyrir rest.
Einar Skúlason Um tíma stóð tæpt að hægt væri að bjóða upp á skoskt haggis á hátíð Edinborgarfélagsins en það hafðist fyrir rest.

„Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppileg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkjadeilu stöðva okkur," segir Einar Skúlason, formaður Edinborgarfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld.

Burns Supper er hálfgerður þjóðhátíðardagur Skota en þá minnast þeir og vinir þjóðarinnar fæðingardags þjóðarskáldsins, Roberts Burns og halda á lofti skoskri menningu. Ástæðan fyrir því að menn voru tvístígandi með hátíðina var einfaldlega sú að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er Skoti og til að bæta gráu ofan á svart þá er kjördæmi Alistairs Darling fjármálaráðherra í Edinborg.

Menn hafi þó ákveðið að líta fram hjá því. En þá var komið að öðru vandamáli. Lágt gengi krónunnar gerði það að verkum að kostnaður við að flytja inn hið skoska haggis var gríðarlegur. „Við leituðum til kjötvinnslumanna og skoðuðum hvort þeir gætu gert haggis eftir uppskrift en þeir treystu sér ekki til þess," útskýrir Einar og varla var hægt að bjóða upp á íslenska lifrarpylsu enda haggisið bragðmeira. Þannig að fimmtíu kíló af ekta skosku haggis voru flutt inn sérstaklega fyrir kvöldið. Einar segist vera mikill aðdáandi haggis, það sé bragðmeira en íslenska lifrapylsan enda unnið á allt annan hátt. „Innyflin eru soðin áður en þau eru sett í keppina og kryddjurtum bætt við," bætir Einar við.

Hann segir jafnframt að áhugasamir skuli vera tímanlega því síðast þurfti að vísa fólki frá. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan sjö. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.