Flytja inn 50 kíló af haggis 24. janúar 2009 03:00 Einar Skúlason Um tíma stóð tæpt að hægt væri að bjóða upp á skoskt haggis á hátíð Edinborgarfélagsins en það hafðist fyrir rest. „Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppileg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkjadeilu stöðva okkur," segir Einar Skúlason, formaður Edinborgarfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld. Burns Supper er hálfgerður þjóðhátíðardagur Skota en þá minnast þeir og vinir þjóðarinnar fæðingardags þjóðarskáldsins, Roberts Burns og halda á lofti skoskri menningu. Ástæðan fyrir því að menn voru tvístígandi með hátíðina var einfaldlega sú að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er Skoti og til að bæta gráu ofan á svart þá er kjördæmi Alistairs Darling fjármálaráðherra í Edinborg. Menn hafi þó ákveðið að líta fram hjá því. En þá var komið að öðru vandamáli. Lágt gengi krónunnar gerði það að verkum að kostnaður við að flytja inn hið skoska haggis var gríðarlegur. „Við leituðum til kjötvinnslumanna og skoðuðum hvort þeir gætu gert haggis eftir uppskrift en þeir treystu sér ekki til þess," útskýrir Einar og varla var hægt að bjóða upp á íslenska lifrarpylsu enda haggisið bragðmeira. Þannig að fimmtíu kíló af ekta skosku haggis voru flutt inn sérstaklega fyrir kvöldið. Einar segist vera mikill aðdáandi haggis, það sé bragðmeira en íslenska lifrapylsan enda unnið á allt annan hátt. „Innyflin eru soðin áður en þau eru sett í keppina og kryddjurtum bætt við," bætir Einar við. Hann segir jafnframt að áhugasamir skuli vera tímanlega því síðast þurfti að vísa fólki frá. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan sjö. - fgg Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvort þetta væri heppileg hátíð fyrir Íslendinga. En við getum ekki látið smá milliríkjadeilu stöðva okkur," segir Einar Skúlason, formaður Edinborgarfélagsins, en félagið stendur fyrir 31. Burns Supper-hátíðinni í Kiwanis-húsinu við Engjateig í kvöld. Burns Supper er hálfgerður þjóðhátíðardagur Skota en þá minnast þeir og vinir þjóðarinnar fæðingardags þjóðarskáldsins, Roberts Burns og halda á lofti skoskri menningu. Ástæðan fyrir því að menn voru tvístígandi með hátíðina var einfaldlega sú að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er Skoti og til að bæta gráu ofan á svart þá er kjördæmi Alistairs Darling fjármálaráðherra í Edinborg. Menn hafi þó ákveðið að líta fram hjá því. En þá var komið að öðru vandamáli. Lágt gengi krónunnar gerði það að verkum að kostnaður við að flytja inn hið skoska haggis var gríðarlegur. „Við leituðum til kjötvinnslumanna og skoðuðum hvort þeir gætu gert haggis eftir uppskrift en þeir treystu sér ekki til þess," útskýrir Einar og varla var hægt að bjóða upp á íslenska lifrarpylsu enda haggisið bragðmeira. Þannig að fimmtíu kíló af ekta skosku haggis voru flutt inn sérstaklega fyrir kvöldið. Einar segist vera mikill aðdáandi haggis, það sé bragðmeira en íslenska lifrapylsan enda unnið á allt annan hátt. „Innyflin eru soðin áður en þau eru sett í keppina og kryddjurtum bætt við," bætir Einar við. Hann segir jafnframt að áhugasamir skuli vera tímanlega því síðast þurfti að vísa fólki frá. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan sjö. - fgg
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira