Lífið

Með netþætti um Vestfirði

Janus Bragi Jakobsson, sem er að útskrifast úr heimildar­myndadeild Danska kvikmyndaskólans, hefur fengið styrk frá Menningarsjóði Vestfjarða til að búa til heimildarmyndaþætti á netinu um lífið á Vestfjörðum.

Lífið

Skrautlegur leikhópur Þorleifs

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri frumsýndi á föstudag Rómeó og Júlíu í kantónu St. Gallen í Sviss, en Filippía Elísdóttir og Vytautas Narbutas sjá um búninga og leikmynd. Á bloggi Þorleifs fer hins vegar tvennum sögum af uppsetningunni, en þar lýsir hann því yfir að fimmti þáttur verksins sé óþarfur og Rómeó og Júlía sé yfirborðskenndur farsi með banal ástarsenum. Þá er leikhópurinn teiknaður sem einfeldningslegur hópur ófrumlegra listamanna.

Lífið

Spurningakeppni um fótbolta

Fyrsta pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com verður haldin í kvöld klukkan 20 á Enska barnum. „Við höfum verið með þetta í maganum í svolítinn tíma að standa fyrir „pub quiz“ þar sem fótboltanördar geta komið saman og séð hver er manna fróðastur um fótbolta,“ segir Kolbeinn Tumi Daðason, annar ritstjóra Sammarinn.com. Hinn heitir Björn Berg Gunnarsson og saman sjá þeir einnig um Fótboltaþáttinn á Útvarpi Sögu á mánudögum og föstudögum.

Lífið

Þráir Jonas-bræður

Lady Gaga veigrar sér ekki við því að ræða opinberlega um kynlíf, en það nýjasta í því efni er yfirlýsing hennar um að hún vilji eiga ferkant með Jonas-bræðrunum. „Ég elska Jonas-bræður, þeir eru mjög hæfileikaríkir.“

Lífið

Denis hefur þrisvar látið breyta brjóstunum

Bandaríska leikkonan Denise Richard, sem áður var gift leikaranum Charlie Sheen, segir að hún hafi þrisvar sinnum látið breyta brjóstunum á sér. Leikkonan greindi nýverið frá þessu í viðtali hjá útvarpsmanninn Howord Stern. Denis hefur tvisvar látið stækka brjóst sin en hún var 19 ára gömul þegar hún gerði það í fyrra skiptið.

Lífið

Ævisaga Slumdog-stjörnu gefin út

Ákveðið hefur verið að gefa út ævisögu leikara úr Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire þrátt fyrir að viðkomandi sé einungis níu ára. Um er að ræða Rubina Ali sem fór á kostum sem hin unga Latika.

Lífið

Madonna vill ættleiða annað barn

Söngkonan Madonna hefur í hyggju að ættleiða annað barn frá Afríku jafnvel þótt ættleiðingu hennar á stúlkunni Mercy frá Malaví hafi verið hafnað í apríl. Nú beinir hún sjónum sínum að Nígeríu og hefur fengið ástmann sinn Jesus í lið með sér.

Lífið

Susan Boyle ætlar aftur á toppinn

Skoski söngfuglinn Susan Boyle, sem sló í gegn í bresku hæfileikakeppninni Britain´s got talent er komin af hressingarhælinu og er ekki af baki dottin. Hún ætlar sér á toppinn á nýjan leik en hún var lögð inn eftir að hafa lent í öðru sæti í keppninni.

Lífið

Katie Price að brenna yfir

Breska glysgellan Katie Price er á barmi taugaáfalls eftir skilnað sinn við Peter Andre eftir því sem fram kemur í breska blaðinu New of the World. Price sefur hvorki né borðar og neytir meira áfengis en góðu hófi gegnir.

Lífið

Eminem fékk boruna á Bruno viljandi í andlitið

Bandaríski rapparinn Eminem fékk boruna á tískulöggunni Bruno viljandi í andlitið á MTV kvikmyndahátíðinni um síðustu helgi. Rapparinn hefur upplýst að hann var hluti af atriði Sacha Baron Cohen í hlutverki Bruno.

Lífið

Ný plata með Whitney Houston væntanleg

Ný plata með bandarísku söngdívunni Whitney Houston er væntanleg í lok sumars. Ekki er búið að finna titil á nýjasta verk söngkonunnar sem gaf síðast út plötu fyrir sjö árum.

Lífið

Bleikjan hverfur úr íslenskum ám

„Bleikjan er að hverfa og verður horfin eftir nokkur ár. Þetta er skelfilegt,“ segir einhver helsti stangveiðifrömuður landsins – Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins.

Lífið

Ótakmörkuð erlend tónlist

Lagaúrvalið á síðunni Tónlist.is hefur verið aukið úr 50 þúsund lögum í 2.500.000 lög eftir að samningar náðust við erlenda útgáfurisa.

Lífið

Kærasta Robba braut Evrópubikarinn

„Jú, jú, þetta er rétt, það er samt búið að laga hann núna,“ segir Róbert Gunnarsson, einn af hinum ástsælu silfurdrengjum og leikmaður Gummersbach í Þýskalandi.

Lífið

Jói Hjartar teflir á Djúpavík

Skáktrúboð Hrafns Jökulssonar er þekkt. Nú slær hann tvær flugur í einu höggi: Minnist bóndans þar sem hann var í sveit og stefnir snillingum í skákinni vestur.

Lífið

Útgáfa víða um Evrópu

Útgáfufyrirtækið Kimi Records gaf út sínar fyrstu plötur á evrópskum markaði á föstudag þegar Murta St. Calunga með Benna Hemm Hemm og All Over the Face með Skakkamanage komu út á geisladiski og rafrænu formi.

Lífið

Keypti sögufræg húsgögn af Hótel Borg

„Þegar Kaninn fór tók hann með sér þau húsgögn sem eitthvað vit var í og kostuðu hugsanlega einhvern pening. Þegar mér buðust þessi antíkhúsgögn frá Hótel Borg og 2009-verðlaginu þá hikaði ég ekki eitt augnablik,“ segir Einar Bárðarson, athafnamaður með meiru, sem rekur Officera-klúbbinn á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ.

Lífið

Risavaxin tónleikaferð

Strákabandið Take That er að hefja stærstu tónleikaferð sögunnar í Bretlandi og á Írlandi. Sveitin spilar fyrir meira en milljón áheyrendur á tuttugu tónleikum á hinum ýmsu fótboltaleikvöngum.

Lífið

Kitty til liðs við Agent Fresco

„Ég er búin að vera að skipuleggja þetta síðustu fjóra mánuði,“ segir Kitty von Sometime, forsprakki Weird Girls Project, um tökur á tónlistarmyndbandi sem fer fram í dag fyrir hljómsveitina Agent Fresco.

Lífið

Frægir Íslendingar í fíling - myndir

Á meðfylgjandi myndum sem Klara Karlsdóttir ljósmyndari tók má sjá Krumma Björgvinsson tónlistarmann, Benjamín Þór Þorgrímsson vaxtarræktarfrömuð, Egil Rafnsson trommuleikara og Hauk Heiðar.

Lífið

Arnþrúður og Jónína grafa stríðsöxina á Útvarpi Sögu

„Ég er fyrst og fremst ánægð með hversu þættirnir eru góðir hjá henni. Þetta er bráðsniðug og skemmtileg nýjung [detox] sem hún hefur komið með til landsins. Mér veitti ekki af því. Já, ég reikna frekar með því að fara í detox,“ segir útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir á Sögu.

Lífið