Lífið

Kitty til liðs við Agent Fresco

Í erlendum tímaritum Fjallað hefur verið um Weird Girls Project víða, en Kitty fór nýverið í viðtal við hið virta tímarit Dazed and Confused sem ætlar að birta myndir frá tökustað í næsta blaði.
Í erlendum tímaritum Fjallað hefur verið um Weird Girls Project víða, en Kitty fór nýverið í viðtal við hið virta tímarit Dazed and Confused sem ætlar að birta myndir frá tökustað í næsta blaði.

„Ég er búin að vera að skipuleggja þetta síðustu fjóra mánuði," segir Kitty von Sometime, forsprakki Weird Girls Project, um tökur á tónlistarmyndbandi sem fer fram í dag fyrir hljómsveitina Agent Fresco.

Stelpurnar koma fram í myndbandinu sem er við lagið Eyes of a Cloud Catcher, en eins og í flestum verkefnum Weird Girls Project vita þær ekki hvar tökurnar munu fara fram né hvað verður gert á staðnum.

„Megin­­atriðið í þessu eru óvænt viðbrögð stelpnanna," segir Kitty.

Kitty á von á sínu fyrsta barni með söngvaranum Daníel Ágústi Haraldssyni í byrjun september. Aðspurð segir hún það hafa lítil áhrif á vinnuna.

„Mér líður vel og ég held að tökurnar á myndbandinu séu akkúrat á réttum tíma, nú þegar morgunógleðin er búin og áður en ég verð of þung á mér," segir Kitty, sem er búin að elda fyrir alla sem verða á tökustað, um 45 manns.

„Ég gerði meðal annars kjúklingavængi, pitsur og kúskús. Þetta er liður í því að fá fólk til að vinna vel," bætir hún við og brosir.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.