Lífið

Bollywood-stjarna hrífst af íslenskri víðsýni

Hrósar Íslendingum
Bollywood-stjarnan og fyrrverandi ungfrú Indland, <B>Celina Jaitly</B>, hrósar Íslendingum og<B> Jóhönnu Sigurðardóttur</B> í hástert fyrir umburðarlyndi sitt og víðsýni. <B>Lárus Ari Knútsson</B>, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir útlendinga vera upptekna af þeirri staðreynd að íslenski forsætisráðherrann sé samkynhneigður, Íslendingum sé alveg sama um kynhneigð fólks.
Hrósar Íslendingum Bollywood-stjarnan og fyrrverandi ungfrú Indland, <B>Celina Jaitly</B>, hrósar Íslendingum og<B> Jóhönnu Sigurðardóttur</B> í hástert fyrir umburðarlyndi sitt og víðsýni. <B>Lárus Ari Knútsson</B>, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir útlendinga vera upptekna af þeirri staðreynd að íslenski forsætisráðherrann sé samkynhneigður, Íslendingum sé alveg sama um kynhneigð fólks.

Indverska Bollywood-stjarnan og fegurðardrottningin Celina Jaitly hrósar Íslendingum og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að vera í forystu í réttindabaráttu samkynhneigðra.

Þetta kemur fram í bloggfærslu leikkonunnar sem birtist á vef indverska stórblaðsins Times of India. Jaitly hefur verið áberandi í indversku þjóðfélagi í baráttu sinni fyrir bættri réttarstöðu samkynhneigðra en á Indlandi er lögbrot að vera hommi eða lesbía.

Jaitly greindi síðan frá því í þessari viku á sama stað að henni hefði verið hótað lífláti og öðrum líkamsmeiðingum vegna pistilsins þar sem Jóhönnu og íslensku þjóðinni er lýst sem hálfgerðri vonarstjörnu fyrir samkynhneigða.

Jaitly hefur augljóslega kynnt sér stjórnmálasögu Jóhönnu því hún hleypur á hundavaði yfir lífshlaup hennar. Greinir meðal annars frá því að hún hafi verið flugfreyja hjá flugfélaginu Loftleiðum og að hún hafi verið kosin fyrst á þing árið 1978. Þá segir Jaitly að hún sé eldhugi í huga íslensku þjóðarinnar sem bindi miklar vonir við að forsætisráðherranum takist að leiða þjóðina út úr þeim efnahagsvandanum.

Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það ekki koma sér á óvart að erlendir aðilar, sem berjist fyrir auknum réttindum samkynhneigðra, horfi til Íslands.

„Hins vegar erum við Íslendingar ekkert uppteknir af kynhneigð stjórnmálamanna okkar, persónulega finnst mér hafa verið gert of mikið úr því að Jóhanna skuli vera samkynhneigð, hún er fyrst og fremst forsætisráðherra vegna þeirra gilda sem hún stendur fyrir," segir Lárus.

Hann viðurkennir þó að erlendir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við samtökin, óskað eftir ummælum og athugasemdum vegna stöðu Jóhönnu.

„Já, fjölmiðlar frá Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum hafa verið áberandi í þeim hópi. Sennilega vegna þess að þetta þykir nánast óhugsandi í þessum löndum."

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.