Bollywood-stjarna hrífst af íslenskri víðsýni 5. júní 2009 04:00 Hrósar Íslendingum Bollywood-stjarnan og fyrrverandi ungfrú Indland, <B>Celina Jaitly</B>, hrósar Íslendingum og<B> Jóhönnu Sigurðardóttur</B> í hástert fyrir umburðarlyndi sitt og víðsýni. <B>Lárus Ari Knútsson</B>, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir útlendinga vera upptekna af þeirri staðreynd að íslenski forsætisráðherrann sé samkynhneigður, Íslendingum sé alveg sama um kynhneigð fólks. Indverska Bollywood-stjarnan og fegurðardrottningin Celina Jaitly hrósar Íslendingum og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að vera í forystu í réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta kemur fram í bloggfærslu leikkonunnar sem birtist á vef indverska stórblaðsins Times of India. Jaitly hefur verið áberandi í indversku þjóðfélagi í baráttu sinni fyrir bættri réttarstöðu samkynhneigðra en á Indlandi er lögbrot að vera hommi eða lesbía. Jaitly greindi síðan frá því í þessari viku á sama stað að henni hefði verið hótað lífláti og öðrum líkamsmeiðingum vegna pistilsins þar sem Jóhönnu og íslensku þjóðinni er lýst sem hálfgerðri vonarstjörnu fyrir samkynhneigða. Jaitly hefur augljóslega kynnt sér stjórnmálasögu Jóhönnu því hún hleypur á hundavaði yfir lífshlaup hennar. Greinir meðal annars frá því að hún hafi verið flugfreyja hjá flugfélaginu Loftleiðum og að hún hafi verið kosin fyrst á þing árið 1978. Þá segir Jaitly að hún sé eldhugi í huga íslensku þjóðarinnar sem bindi miklar vonir við að forsætisráðherranum takist að leiða þjóðina út úr þeim efnahagsvandanum. Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það ekki koma sér á óvart að erlendir aðilar, sem berjist fyrir auknum réttindum samkynhneigðra, horfi til Íslands. „Hins vegar erum við Íslendingar ekkert uppteknir af kynhneigð stjórnmálamanna okkar, persónulega finnst mér hafa verið gert of mikið úr því að Jóhanna skuli vera samkynhneigð, hún er fyrst og fremst forsætisráðherra vegna þeirra gilda sem hún stendur fyrir," segir Lárus. Hann viðurkennir þó að erlendir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við samtökin, óskað eftir ummælum og athugasemdum vegna stöðu Jóhönnu. „Já, fjölmiðlar frá Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum hafa verið áberandi í þeim hópi. Sennilega vegna þess að þetta þykir nánast óhugsandi í þessum löndum." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Indverska Bollywood-stjarnan og fegurðardrottningin Celina Jaitly hrósar Íslendingum og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að vera í forystu í réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta kemur fram í bloggfærslu leikkonunnar sem birtist á vef indverska stórblaðsins Times of India. Jaitly hefur verið áberandi í indversku þjóðfélagi í baráttu sinni fyrir bættri réttarstöðu samkynhneigðra en á Indlandi er lögbrot að vera hommi eða lesbía. Jaitly greindi síðan frá því í þessari viku á sama stað að henni hefði verið hótað lífláti og öðrum líkamsmeiðingum vegna pistilsins þar sem Jóhönnu og íslensku þjóðinni er lýst sem hálfgerðri vonarstjörnu fyrir samkynhneigða. Jaitly hefur augljóslega kynnt sér stjórnmálasögu Jóhönnu því hún hleypur á hundavaði yfir lífshlaup hennar. Greinir meðal annars frá því að hún hafi verið flugfreyja hjá flugfélaginu Loftleiðum og að hún hafi verið kosin fyrst á þing árið 1978. Þá segir Jaitly að hún sé eldhugi í huga íslensku þjóðarinnar sem bindi miklar vonir við að forsætisráðherranum takist að leiða þjóðina út úr þeim efnahagsvandanum. Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það ekki koma sér á óvart að erlendir aðilar, sem berjist fyrir auknum réttindum samkynhneigðra, horfi til Íslands. „Hins vegar erum við Íslendingar ekkert uppteknir af kynhneigð stjórnmálamanna okkar, persónulega finnst mér hafa verið gert of mikið úr því að Jóhanna skuli vera samkynhneigð, hún er fyrst og fremst forsætisráðherra vegna þeirra gilda sem hún stendur fyrir," segir Lárus. Hann viðurkennir þó að erlendir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við samtökin, óskað eftir ummælum og athugasemdum vegna stöðu Jóhönnu. „Já, fjölmiðlar frá Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum hafa verið áberandi í þeim hópi. Sennilega vegna þess að þetta þykir nánast óhugsandi í þessum löndum." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira