Lífið Framtíð litla Bretlands óljós David Walliams og Matt Lucas, mennirnir á bak við bresku gamanþættina Little Britian, hafa fengið nóg af þáttunum í bili og ætla ekki að gera fimmtu seríuna eins og leit út fyrir um tíma. Lífið 28.6.2009 20:53 Charlie Sheen deilir við frúnna Bandaríski leikarinn Charlie Sheen og eiginkona hans Brooke Mueller deildu nýverið harkalega á veitingastað í Beverly Hills í Kaliforníu. Hjónunum mun hafa lent saman vegna nýlegra bílakaupa leikarans. Að sögn sjónarvotta yfirgáfu þau þó skemmtistaðinn saman. Lífið 28.6.2009 17:28 Fíkn gerir ekki mannamun Styrktarsjóður Susie Rutar Einarsdóttur sem lést um miðjan júní árið 2007 frumsýnir á morgun forvarnarauglýsingu sem ætlað er að sína að fíkn gerir ekki mannamun. „Það skiptir ekki máli hvert þú ert eða hvaða þú kemur. Hver sem er getur orðið fíkn að bráð,“ segir í tilkynningu. Lífið 28.6.2009 15:35 Springsteen stal senunni á Glastonbury Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen stal um helgina senunni á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury. Söngvaranum þótti takast einkar vel upp á tónleikum sínum sem stóðu í tvær og hálfa klukkustund. „Orkan og gleðin streymdi frá honum,“ sagði Tom Winter frá Stoke-on-Trent um hinn 59 ára gamla söngvara. Lífið 28.6.2009 10:13 Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í Los Angeles næstkomandi fimmtudag. Hún komst á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Charlies Angels fyrir margt löngu. Lífið 27.6.2009 19:00 Hafdís Huld: Samsæriskenningar komnar á kreik „Það eru allir fjölmiðlar hér fullir af fréttum að Michael Jackson, sérstakir þættir á öllum stöðvum með lögunum hans og allskonar samsæriskenningar strax komnar á kreik," svarar Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona sem býr í London aðspurð um viðbrögðin við fráfalli Michael Jackson í Bretlandi. „Það er verið að líkja umræðunni í fjölmiðlum við það sem gerðist þegar Elvis og Marilyn Monroe fellu frá," bætir hún við og segir: „Sama hvað fólki fannst um það hvernig Michael lifði sínu persónulega lífi held ég að enginn geti neitað því að maðurinn var alger snillingur þegar kom að tónlist og sviðsframkomu . Lögin hans hafa elst einstaklega vel og það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess þegar maður hlustar á til dæmis Thriller að þessar upptökur séu meira en 25 ára gamlar." „Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís áður en kvatt er. Lífið 27.6.2009 16:30 Ellen Kristjáns: Mér fannst hann æðislegur „Hann var bara einstakur skemmtikraftur af líf og sál en höndlaði ekki þennan frægðarsirkus," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona aðspurð um Michael Jackson. „Mér fannst hann æðislegur, sérstaklega þegar hann var ungur. Uppáhaldslagið mitt er I´ll be there. Elstu stelpurnar mínar og bræðrabörn fannst hann ótrúlega frábær og á tímabili Thrillers var sungið og dansað alla daga og plaköt um alla veggi." „Sorglegt hvernig fór fyrir Michael í lokin en minninginn lifir áfram um frábæran listamann," segir Ellen að lokum. Lífið 27.6.2009 14:44 Viðeyjarhátíð haldin á morgun Viðeyjarhátíðin verður haldin á morgun með miklum glæsibrag. Eva María Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda, segir þessa árlegu gleðihátíð hafa fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna. Lífið 27.6.2009 12:00 Robbie yfirheyrður á Bahamas Breska poppstjarnan Robbie William var nýverið yfirheyrður af lögreglunni á Bahamas-eyjum í tengslum við innbrot hjá tveimur ljósmyndurum sem höfðu skömmu áður myndað fyrrum Take That stjörnuna. Lífið 27.6.2009 10:35 Bókaútgefendur æfir yfir endursöluherferð Pennans „Menn eru ekki ánægðir. Og þetta er ekki bara einhver afmarkaður hópur bókaútgefenda heldur er breið samstaða meðal bókaútgefenda um þetta,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann er þarna að vísa í endursöluherferð Pennans þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að koma með kiljur frá árinu 2007 til 2009, selja hvert stykki fyrir 200 krónur og kaupa aðrar skilabækur á 400 krónur. Lífið 27.6.2009 06:00 Handtekinn á flugvelli Jonathan Rhys Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var nýverið handtekinn á flugvelli í París fyrir að hóta barþjóni lífláti. Leikarinn, sem er 31 árs, var drukkinn þegar hann lét öllum illum látum á bar Charles de Gaulle-flugvallarins. Eftir að hafa úthúðað barþjóninum var hann handtekinn og látinn dúsa í varðhaldi í á meðan víman rann af honum. Lífið 27.6.2009 06:00 Gullmolar níunda áratugarins Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö, hefur gefið út þreföldu safnplötuna Veistu hver ég var? Sextíu lög eru á plötunum þremur sem öll nutu vinsælda á níunda áratugnum. Lífið 27.6.2009 05:45 Þóra gerir sjónvarpsþætti um Hrunið „Jú, þetta er rétt, þetta er í samvinnu við Guðna Th. Jóhannesson og verður byggt á bókinni hans,“ segir sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir sem er að fara að gera heimildarþáttaröð um íslenska efnahagshrunið. Þóra neitar því ekki að þetta sé krefjandi verkefni en hún sé full tilhlökkunar að takast á við það. Ráðgert er að tökur og vinnsla hefjist í ágúst en þangað til mun sjónvarpskonan liggja yfir bók Guðna í sólinni á Ítalíu þar sem hún er nú í sumarfríi. Lífið 27.6.2009 05:30 Tónskáld mótmæla Enn halda áfram opinber mótmæli vegna afstöðu fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna í Menningarmálanefnd Reykjavíkur sem fettu fingur út í þá ákvörðun nefndarinnar að velja Steinunni Sigurðardóttur sem Borgarlistamann 2009. Nú hefur borist yfirlýsing frá stjórn Tónskáldafélags Íslands varðandi útnefninguna. Lífið 27.6.2009 04:30 Syrgir poppkónginn á Íslandi „Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngsins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmuley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur. Lífið 27.6.2009 04:00 Kjúklingum stolið úr frystikistu „Þetta er afskaplega fyndið eins og Braga einum er lagið, alveg óþolandi fyndið eiginlega,“ segir leikstjórinn Stefán Jónsson. Eftir áramót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns. Lífið 27.6.2009 03:30 Hátíð í Hallgrímskirkju Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun og er það nú haldið í sautjánda sinn. Á orgelsumri er því fagnað hversu mikið og merkilegt orgel er í kirkjunni á Skólavörðuhæð og þangað koma orgelleikarar á heimsmælikvarða. Hátíðinni tengist svo margvíslegt annað starf en tónlistarlíf og hefur listastarf verið mikilvægur þáttur í kirkjustarfinu í Hallgrímssókn. Lífið 27.6.2009 03:15 Potter vill eldri konur Leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter, segir í viðtali við tímaritið Parade að hann vilji heldur eldri konur. „Mér finnst, svona almennt, að maður þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir því að skemmta eldri konum. Flestar stelpur sem ég hef átt í sambandi við eru komnar á þrítugsaldurinn,“ segir Radcliffe. Lífið 27.6.2009 02:45 Einu tónleikar Ske-liða Hljómsveitin Ske fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar með tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Plata Ske, Love For You All, er nýkomin út og hefur fengið góðar viðtökur. Sveitin hefur aldrei þótt iðin við tónleikahald og meðlimir hennar ætla engu að breyta þar um nú, tónleikarnir í kvöld verða að líkindum þeir einu í náinni framtíð. Jeff Who? kemur einnig fram og munu sveitirnar ætla að taka saman lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30. Lífið 27.6.2009 02:30 DiCaprio með strákunum Fjölmiðlar hið vestra hafa verið að velta sér upp úr því hvort leikarinn Leonardo DiCaprio sé orðinn laus og liðugur á ný. Leikarinn, sem hefur verið í sambúð með ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli í nokkurn tíma, mætti á skemmtistaðinn MyHouse í Hollywood ásamt vinahóp sínum um helgina. Lífið 27.6.2009 02:00 Michael undir ómannlegu álagi - myndband „Veistu ég var ekki hissa. Michael Jackson var undir ómannlegu álagi," segir Páll Óskar meðal annars þegar talið berst að fráfalli og ekki síður útlitsbreytingum Michael í gegnum tíðina. Lífið 26.6.2009 20:45 Hönnuðu Michael Jackson bol í nótt Bolabúðin Dogma á Laugavegi var ekki lengi að bregðast við tíðindum gærkvöldsins. Strax í nótt var farið í það að hanna Michael Jackson bol sem fór í prentun í morgun og í kjölfarið strax í sölu. Magnús Nílsson hjá Dogma segir að annar bolur sé á leiðinni og verði kominn í búðir seinnipartinn í dag. Á þeim bol er Jackson orðinn aðeins eldri og hvítari. Lífið 26.6.2009 13:07 Jackson bauð Bryndísi til Neverland „Michael Jackson var snillingur á sínu sviði. Ég mun persónulega minnast hans með mikilli hlýju fyrir að hafa boðið Bryndísi dóttur minni, þá 12 ára gamalli, í ævintýragarðinn sinn Neverland og leyst hana þaðan út með fallegum og árituðum persónulegum gjöfum," segir Jakob Frímann Magnússon aðspurður um hans minningu um Michael Jackson. Lífið 26.6.2009 12:52 Logi Geirs: Thriller og We are the World í uppáhaldi „Thriller og We are the World voru mín uppáhaldslög. Það er alveg klárt að Michael verður bæði spilaður í græjunum og læf með trúbadornum okkar á morgun," segir Logi. Lífið 26.6.2009 11:58 Baggalútur: Sleginn yfir fréttunum „Ég varð mjög sleginn þegar ég frétti af andláti Michaels enda hafði ég mikið álit á honum sem tónlistarmanni og manneskju, jafnvel þótt við höfum þroskast hvor í sína áttina - þó kannski aðallega á tónskalanum," segir Karl Sigurðsson meðlimur Baggalúts aðspurður um hans viðbrögð við óvæntu andláti Michael Jackson. „Mitt uppáhaldslag með Michael er líklega lagið „Ben" sem hann tók upp árið 1972 aðeins fjórtán ára gamall. Þetta lag, sem var titillag kvikmyndar um morðóðu gælurottuna Ben, er svo hugljúft að Michael táraðist jafnan þegar hann flutti hann á sviði." Lífið 26.6.2009 10:51 Bo: Michael er hinn svarti Elvis „Ég hafði mjög gaman af tónlistinni hans og dáðist af fagmennskunni á plötunum. Bæði lagasmíði og upptökutækninni. Þær plötur sem standa upp úr eru auðvitað trílógina mikla, Off the Wall, Thriller og Bad. Þetta eru plötur sem standa uppúr í sögunni," segir Björgvin Halldórsson þegar Vísir biður hann um að minnast Michael Jackson sem lést í gær aðeins 50 ára gamall. „Ekki má gleyma Quincy Jones sem var hans hægri hönd á þessum plötum. Hann var auðvitað ótrúlegur sem ellefu ára gamall strákur sem söng eins og fullorðin maður með reynslu." Lífið 26.6.2009 10:30 Madonna syrgir Michael Jackson Madonna sendi frá sér tilkynningu vegna fráfalls Michael Jackson: „Ég get ekki hætt að gráta yfir þessum sorglegu tíðindum. Ég hef alltaf dáðst að Michael Jacson. Heimurinn hefur misst einn af þeim bestu en tónlist hans mun lifa að eilífu. Hjartað mitt er hjá þremur börnum hans og öðrum meðlimum fjölskyldu hans. Guð blessi hann," - Madonna. Lífið 26.6.2009 09:46 Brjálaður laugardagur hjá atvinnumönnunum okkar Óhætt er að fullyrða að „atvinnumennirnir okkar" í boltaíþróttum hafi úr nægu að velja hvað skemmtanalífið varðar á morgun, laugardag. Og sumir eiga jafnvel eftir að eiga í fullt í fangi með að velja og hafna milli tveggja góðra kosta. Tveir íslenskir landsliðsmenn ganga í það heilaga, tvær silfurstjörnur fagna því að gelið þeirra er loks til sölu og landsliðsfyrirliði heldur stjörnugolfmót í Vestmannaeyjum. Lífið 26.6.2009 06:00 Kling og Bang í New York Á þriðjudagskvöld hófst sýningarhald í New York á vegum samtaka sjálfstæðra gallería og samtaka sem starfa að list án hagnaðarávinnings. Sýningin nefnist No Soul for Sale. Meðal nær þrjátíu aðila á sýningunni eru fulltrúar Kling og Bang. Lífið 26.6.2009 06:00 Fréttahaukur eltir kærastann til Düsseldorf „Ég ætla að leita mér að vinnu og njóta lífsins í Evrópu í núll prósent verðbólgu og evru,“ segir fréttamaðurinn geðþekki Guðfinnur Sigurvinsson hjá Ríkissjónvarpinu. Lífið 26.6.2009 06:00 « ‹ ›
Framtíð litla Bretlands óljós David Walliams og Matt Lucas, mennirnir á bak við bresku gamanþættina Little Britian, hafa fengið nóg af þáttunum í bili og ætla ekki að gera fimmtu seríuna eins og leit út fyrir um tíma. Lífið 28.6.2009 20:53
Charlie Sheen deilir við frúnna Bandaríski leikarinn Charlie Sheen og eiginkona hans Brooke Mueller deildu nýverið harkalega á veitingastað í Beverly Hills í Kaliforníu. Hjónunum mun hafa lent saman vegna nýlegra bílakaupa leikarans. Að sögn sjónarvotta yfirgáfu þau þó skemmtistaðinn saman. Lífið 28.6.2009 17:28
Fíkn gerir ekki mannamun Styrktarsjóður Susie Rutar Einarsdóttur sem lést um miðjan júní árið 2007 frumsýnir á morgun forvarnarauglýsingu sem ætlað er að sína að fíkn gerir ekki mannamun. „Það skiptir ekki máli hvert þú ert eða hvaða þú kemur. Hver sem er getur orðið fíkn að bráð,“ segir í tilkynningu. Lífið 28.6.2009 15:35
Springsteen stal senunni á Glastonbury Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen stal um helgina senunni á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury. Söngvaranum þótti takast einkar vel upp á tónleikum sínum sem stóðu í tvær og hálfa klukkustund. „Orkan og gleðin streymdi frá honum,“ sagði Tom Winter frá Stoke-on-Trent um hinn 59 ára gamla söngvara. Lífið 28.6.2009 10:13
Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett verður jarðsett í kyrrþey í Los Angeles næstkomandi fimmtudag. Hún komst á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Charlies Angels fyrir margt löngu. Lífið 27.6.2009 19:00
Hafdís Huld: Samsæriskenningar komnar á kreik „Það eru allir fjölmiðlar hér fullir af fréttum að Michael Jackson, sérstakir þættir á öllum stöðvum með lögunum hans og allskonar samsæriskenningar strax komnar á kreik," svarar Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona sem býr í London aðspurð um viðbrögðin við fráfalli Michael Jackson í Bretlandi. „Það er verið að líkja umræðunni í fjölmiðlum við það sem gerðist þegar Elvis og Marilyn Monroe fellu frá," bætir hún við og segir: „Sama hvað fólki fannst um það hvernig Michael lifði sínu persónulega lífi held ég að enginn geti neitað því að maðurinn var alger snillingur þegar kom að tónlist og sviðsframkomu . Lögin hans hafa elst einstaklega vel og það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess þegar maður hlustar á til dæmis Thriller að þessar upptökur séu meira en 25 ára gamlar." „Uppáhalds Jackson platan mín hefur samt alltaf verið jólaplatan með Jackson five. Hún er spiluð heima hjá mér á hverjum jólum," segir Hafdís áður en kvatt er. Lífið 27.6.2009 16:30
Ellen Kristjáns: Mér fannst hann æðislegur „Hann var bara einstakur skemmtikraftur af líf og sál en höndlaði ekki þennan frægðarsirkus," segir Ellen Kristjánsdóttir söngkona aðspurð um Michael Jackson. „Mér fannst hann æðislegur, sérstaklega þegar hann var ungur. Uppáhaldslagið mitt er I´ll be there. Elstu stelpurnar mínar og bræðrabörn fannst hann ótrúlega frábær og á tímabili Thrillers var sungið og dansað alla daga og plaköt um alla veggi." „Sorglegt hvernig fór fyrir Michael í lokin en minninginn lifir áfram um frábæran listamann," segir Ellen að lokum. Lífið 27.6.2009 14:44
Viðeyjarhátíð haldin á morgun Viðeyjarhátíðin verður haldin á morgun með miklum glæsibrag. Eva María Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda, segir þessa árlegu gleðihátíð hafa fest sig í sessi sem frábær skemmtun og samverustund fyrir alla fjölskylduna. Lífið 27.6.2009 12:00
Robbie yfirheyrður á Bahamas Breska poppstjarnan Robbie William var nýverið yfirheyrður af lögreglunni á Bahamas-eyjum í tengslum við innbrot hjá tveimur ljósmyndurum sem höfðu skömmu áður myndað fyrrum Take That stjörnuna. Lífið 27.6.2009 10:35
Bókaútgefendur æfir yfir endursöluherferð Pennans „Menn eru ekki ánægðir. Og þetta er ekki bara einhver afmarkaður hópur bókaútgefenda heldur er breið samstaða meðal bókaútgefenda um þetta,“ segir Kristján B. Jónasson. Hann er þarna að vísa í endursöluherferð Pennans þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að koma með kiljur frá árinu 2007 til 2009, selja hvert stykki fyrir 200 krónur og kaupa aðrar skilabækur á 400 krónur. Lífið 27.6.2009 06:00
Handtekinn á flugvelli Jonathan Rhys Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var nýverið handtekinn á flugvelli í París fyrir að hóta barþjóni lífláti. Leikarinn, sem er 31 árs, var drukkinn þegar hann lét öllum illum látum á bar Charles de Gaulle-flugvallarins. Eftir að hafa úthúðað barþjóninum var hann handtekinn og látinn dúsa í varðhaldi í á meðan víman rann af honum. Lífið 27.6.2009 06:00
Gullmolar níunda áratugarins Útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, eða Siggi Hlö, hefur gefið út þreföldu safnplötuna Veistu hver ég var? Sextíu lög eru á plötunum þremur sem öll nutu vinsælda á níunda áratugnum. Lífið 27.6.2009 05:45
Þóra gerir sjónvarpsþætti um Hrunið „Jú, þetta er rétt, þetta er í samvinnu við Guðna Th. Jóhannesson og verður byggt á bókinni hans,“ segir sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir sem er að fara að gera heimildarþáttaröð um íslenska efnahagshrunið. Þóra neitar því ekki að þetta sé krefjandi verkefni en hún sé full tilhlökkunar að takast á við það. Ráðgert er að tökur og vinnsla hefjist í ágúst en þangað til mun sjónvarpskonan liggja yfir bók Guðna í sólinni á Ítalíu þar sem hún er nú í sumarfríi. Lífið 27.6.2009 05:30
Tónskáld mótmæla Enn halda áfram opinber mótmæli vegna afstöðu fulltrúa Bandalags íslenskra listamanna í Menningarmálanefnd Reykjavíkur sem fettu fingur út í þá ákvörðun nefndarinnar að velja Steinunni Sigurðardóttur sem Borgarlistamann 2009. Nú hefur borist yfirlýsing frá stjórn Tónskáldafélags Íslands varðandi útnefninguna. Lífið 27.6.2009 04:30
Syrgir poppkónginn á Íslandi „Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngsins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmuley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur. Lífið 27.6.2009 04:00
Kjúklingum stolið úr frystikistu „Þetta er afskaplega fyndið eins og Braga einum er lagið, alveg óþolandi fyndið eiginlega,“ segir leikstjórinn Stefán Jónsson. Eftir áramót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns. Lífið 27.6.2009 03:30
Hátíð í Hallgrímskirkju Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun og er það nú haldið í sautjánda sinn. Á orgelsumri er því fagnað hversu mikið og merkilegt orgel er í kirkjunni á Skólavörðuhæð og þangað koma orgelleikarar á heimsmælikvarða. Hátíðinni tengist svo margvíslegt annað starf en tónlistarlíf og hefur listastarf verið mikilvægur þáttur í kirkjustarfinu í Hallgrímssókn. Lífið 27.6.2009 03:15
Potter vill eldri konur Leikarinn Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter, segir í viðtali við tímaritið Parade að hann vilji heldur eldri konur. „Mér finnst, svona almennt, að maður þurfi ekki að hafa jafn mikið fyrir því að skemmta eldri konum. Flestar stelpur sem ég hef átt í sambandi við eru komnar á þrítugsaldurinn,“ segir Radcliffe. Lífið 27.6.2009 02:45
Einu tónleikar Ske-liða Hljómsveitin Ske fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar með tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Plata Ske, Love For You All, er nýkomin út og hefur fengið góðar viðtökur. Sveitin hefur aldrei þótt iðin við tónleikahald og meðlimir hennar ætla engu að breyta þar um nú, tónleikarnir í kvöld verða að líkindum þeir einu í náinni framtíð. Jeff Who? kemur einnig fram og munu sveitirnar ætla að taka saman lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30. Lífið 27.6.2009 02:30
DiCaprio með strákunum Fjölmiðlar hið vestra hafa verið að velta sér upp úr því hvort leikarinn Leonardo DiCaprio sé orðinn laus og liðugur á ný. Leikarinn, sem hefur verið í sambúð með ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli í nokkurn tíma, mætti á skemmtistaðinn MyHouse í Hollywood ásamt vinahóp sínum um helgina. Lífið 27.6.2009 02:00
Michael undir ómannlegu álagi - myndband „Veistu ég var ekki hissa. Michael Jackson var undir ómannlegu álagi," segir Páll Óskar meðal annars þegar talið berst að fráfalli og ekki síður útlitsbreytingum Michael í gegnum tíðina. Lífið 26.6.2009 20:45
Hönnuðu Michael Jackson bol í nótt Bolabúðin Dogma á Laugavegi var ekki lengi að bregðast við tíðindum gærkvöldsins. Strax í nótt var farið í það að hanna Michael Jackson bol sem fór í prentun í morgun og í kjölfarið strax í sölu. Magnús Nílsson hjá Dogma segir að annar bolur sé á leiðinni og verði kominn í búðir seinnipartinn í dag. Á þeim bol er Jackson orðinn aðeins eldri og hvítari. Lífið 26.6.2009 13:07
Jackson bauð Bryndísi til Neverland „Michael Jackson var snillingur á sínu sviði. Ég mun persónulega minnast hans með mikilli hlýju fyrir að hafa boðið Bryndísi dóttur minni, þá 12 ára gamalli, í ævintýragarðinn sinn Neverland og leyst hana þaðan út með fallegum og árituðum persónulegum gjöfum," segir Jakob Frímann Magnússon aðspurður um hans minningu um Michael Jackson. Lífið 26.6.2009 12:52
Logi Geirs: Thriller og We are the World í uppáhaldi „Thriller og We are the World voru mín uppáhaldslög. Það er alveg klárt að Michael verður bæði spilaður í græjunum og læf með trúbadornum okkar á morgun," segir Logi. Lífið 26.6.2009 11:58
Baggalútur: Sleginn yfir fréttunum „Ég varð mjög sleginn þegar ég frétti af andláti Michaels enda hafði ég mikið álit á honum sem tónlistarmanni og manneskju, jafnvel þótt við höfum þroskast hvor í sína áttina - þó kannski aðallega á tónskalanum," segir Karl Sigurðsson meðlimur Baggalúts aðspurður um hans viðbrögð við óvæntu andláti Michael Jackson. „Mitt uppáhaldslag með Michael er líklega lagið „Ben" sem hann tók upp árið 1972 aðeins fjórtán ára gamall. Þetta lag, sem var titillag kvikmyndar um morðóðu gælurottuna Ben, er svo hugljúft að Michael táraðist jafnan þegar hann flutti hann á sviði." Lífið 26.6.2009 10:51
Bo: Michael er hinn svarti Elvis „Ég hafði mjög gaman af tónlistinni hans og dáðist af fagmennskunni á plötunum. Bæði lagasmíði og upptökutækninni. Þær plötur sem standa upp úr eru auðvitað trílógina mikla, Off the Wall, Thriller og Bad. Þetta eru plötur sem standa uppúr í sögunni," segir Björgvin Halldórsson þegar Vísir biður hann um að minnast Michael Jackson sem lést í gær aðeins 50 ára gamall. „Ekki má gleyma Quincy Jones sem var hans hægri hönd á þessum plötum. Hann var auðvitað ótrúlegur sem ellefu ára gamall strákur sem söng eins og fullorðin maður með reynslu." Lífið 26.6.2009 10:30
Madonna syrgir Michael Jackson Madonna sendi frá sér tilkynningu vegna fráfalls Michael Jackson: „Ég get ekki hætt að gráta yfir þessum sorglegu tíðindum. Ég hef alltaf dáðst að Michael Jacson. Heimurinn hefur misst einn af þeim bestu en tónlist hans mun lifa að eilífu. Hjartað mitt er hjá þremur börnum hans og öðrum meðlimum fjölskyldu hans. Guð blessi hann," - Madonna. Lífið 26.6.2009 09:46
Brjálaður laugardagur hjá atvinnumönnunum okkar Óhætt er að fullyrða að „atvinnumennirnir okkar" í boltaíþróttum hafi úr nægu að velja hvað skemmtanalífið varðar á morgun, laugardag. Og sumir eiga jafnvel eftir að eiga í fullt í fangi með að velja og hafna milli tveggja góðra kosta. Tveir íslenskir landsliðsmenn ganga í það heilaga, tvær silfurstjörnur fagna því að gelið þeirra er loks til sölu og landsliðsfyrirliði heldur stjörnugolfmót í Vestmannaeyjum. Lífið 26.6.2009 06:00
Kling og Bang í New York Á þriðjudagskvöld hófst sýningarhald í New York á vegum samtaka sjálfstæðra gallería og samtaka sem starfa að list án hagnaðarávinnings. Sýningin nefnist No Soul for Sale. Meðal nær þrjátíu aðila á sýningunni eru fulltrúar Kling og Bang. Lífið 26.6.2009 06:00
Fréttahaukur eltir kærastann til Düsseldorf „Ég ætla að leita mér að vinnu og njóta lífsins í Evrópu í núll prósent verðbólgu og evru,“ segir fréttamaðurinn geðþekki Guðfinnur Sigurvinsson hjá Ríkissjónvarpinu. Lífið 26.6.2009 06:00