Lífið

Þrá og ástríða

Í gær fór fram doktorsvörn við íslensku- og menningardeild hugvísindasviðs við Háskóla Íslands í Hátíðarsal. Fern Nevjinsky varði þá ritgerð sem hún nefnir: Désir et passion dans l'œuvre dramatique de Jóhann Sigurjónsson, eða Þrá og ástríða í leikverkum Jóhanns Sigurjónssonar.

Lífið

Spjallar um meðgönguna

Fyrirsætan og þáttastjórnandinn Heidi Klum á sem kunnugt er von á sínu fjórða barni. Í nýlegu viðtali ræddi hún um meðgönguna og sagðist enn varla trúa því hvað líkami hennar breytist mikið við það að verða barnshafandi.

Lífið

Hjálmar á Gogoyoko

Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á síðunni Gogoyoko.com. Platan kemur í verslanir þann 21. september en þangað til verður eingöngu hægt að kaupa hana á stafrænu formi á síðunni. Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á 4,50 evrur hver, eða um 800 krónur.

Lífið

Ættleiðir barn

Leikkonan Katherine Heigl og eiginmaður hennar, Josh Kelley, hyggjast ættleiða tíu mánaða gamalt stúlkubarn frá Kóreu.

Lífið

Colin Firth leikur homma

Bretinn Colin Firth leikur homma í fyrstu kvikmynd tískugúrúsins Toms Ford, sem áður var hönnuður hjá Gucci. Myndin nefnist A Single Man. Með hitt aðalhlutverkið fer Julianne Moore.

Lífið

Áfállahjálp í Eymundsson

„Það eru stór tíðindi að The Lost Symbol sé loksins að koma," svarar Óttarr Proppé vörustjóri Eymundsson aðspurður út í nýjusta skáldsögu Dan Brown, höfundar Da Vinci lykilsins og Engla og djöfla, sem kemur út 15. september í enskri útgáfu og heitir The Lost symbol. „Nú eru sex ár síðan The Da Vinci Code kom út og hún var auðvitað grunnurinn að einhverju mesta bókafári sem sögur fara af. Bækurnar kveiktu í ótrúlega breiðum hópi lesenda, og ekki bara almennra lesenda, því það var fullt af fólki sem las sjaldan eða aldrei skáldsögur sem féll fyrir Dan Brown," segir Óttar. „Fólk gleypti í sig Da Vinci, réðst síðan á eldri bækur höfundar og þegar búið var að tæta í sig allt sem Dan Brown hafði skrifað komu menn aðframkomnir í búðina hjá okkur og grátbáðu um nýja bók." „Starfsfólk bókabúða breyttist á þessum árum í eins konar heilbrigðisstarfsmenn og veitti áfállahjálp hægri vinstri. Síðan vandist fólk skortinum, það lagðist yfir doði og á tímabili hættu flestir utan þá allra hörðustu að þora að spyrja um „eitthvað nýtt eftir Dan Brown". Þegar svo fréttist fyrr á árinu að von væri á The Lost Symbol, tóku lesendur kipp en fóru sér samt hægt þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt hefur verið um útgáfuna." „Núna þegar öruggt er að ekki er um að gabb, eða frumhlaup útgefandans að ræða, nýja bókin um Robert Langdon er raunverulega að koma út, Þá er fólk farið að þora í stellingarnar. Við erum farin að sjá kunnuglega glampa í augum fólks í bókabúðum og kunnugleg gæsahúð farin að rísa á handleggjum bóksala," segir vörustjórinn áður en kvatt er.

Lífið

Þrettán þrumar á ný

Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit XIII (13) stígur fram á sjónarsviðið nú um helgina eftir langt hlé og kemur fram á tónleikum ásamt hljómsveitinni Sólstöfum á Sódómu Reykjavík laugardaginn 12. september. Það er XIII sem hefur leikinn og stígur á stokk á miðnætti.

Lífið

Leiðir á bönkum og pólitík

Fimmta plata bresku hljómsveitarinnar Muse kemur út í næstu viku. Á tíu ára ferli sínum hefur hún sankað að sér verðlaunum, aðallega fyrir frábæra frammistöðu á tónleikum.

Lífið

Bretar bítast um Íslandsmynd

„Þetta er alveg meiri háttar," segir leikstjórinn Jóhann Sigþórsson. Tvö bresk fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa dreifingarréttinn á nýrri íslenskri heimildarmynd hans, Living on the Edge.

Lífið

Kynlíf og slagsmál í ævisögu Gylfa Ægis

„Með fullri virðingu fyrir öðru fólki, þá held ég að enginn hafi upplifað eins litríka ævi – þó svo að margir hafi gert margt merkilegt. Eða fyndna ævi! Við skulum segja það frekar,“ segir Sólmundur Hólm, blaðamaður og skemmtikraftur.

Lífið

Fjölbreytt á Grand rokk

„Við Gunnar gítarleikari og Rakel söngkona vorum í Kvennó,“ segir Kristinn Roach, píanóleikari hljómsveitarinnar Útidúrs. „Við hringdum svo bara í alla sem við þekkjum til að bæta í hljómsveitina og núna erum við tólf í henni.“ Já, það er af sem áður var – ekkert gítar, bassi og trommur dæmi lengur.

Lífið

Jay Leno snýr aftur

Hökustóri grínistinn Jay Leno snýr aftur með nýjan skemmtiþátt, The Jay Leno Show, 14. september á NBC-sjónvarpsstöðinni. Þættirnir byrja viku síðar á Skjá einum, 21. september.

Lífið

Forman er hápunktur RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst 17. september og stendur yfir í ellefu daga. Heiðurs­gestur­inn Milos Forman verður viðstaddur viðhafnarsýningu á Gaukshreiðrinu.

Lífið

Sungu til heiðurs Lennon

Tónleikar til heiðurs Johns Lennon voru haldnir á Nasa á miðvikudagskvöld undir yfirskriftinni 09.09.09. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara steig á svið og skemmti gestum.

Lífið

Fréttakona eldar fyrir sjónvarpsáhorfendur

„Við ætlum að reyna að hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Við ætlum vonandi að búa til góðan og girnilegan mat á einfaldan hátt og helst þannig að hann kosti ekki of mikið,“ segir fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.

Lífið

Þrjú lög á átta ára tímabili

Þrjú lög af væntanlegri sólóplötu Gunnars Ólasonar úr Skítamóral eru að fara í útvarpsspilun. Lögin nefnast Future Song, Train to Nowhere og Over and Over og eru gjörólík því sem Skítamórall hefur hingað til sent frá sér.

Lífið

Fæstir vita margt um Ísland

„Þetta var nú ekki vísindaleg rannsókn gerð á félagsfræðilegum forsendum. Okkur langaði bara að fá skýrari mynd af ímynd Íslands eftir bankahrunið og IceSave illdeilanna og setja hana fram á skemmtilegan hátt,“ segir Steindór Grétar Jónsson um verkefnið NiceBjörkCrisis sem sýnt verður í húsnæði Hugmyndasmiðju unga fólksins í kvöld.

Lífið

Útgáfutónleikar Napóleons

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Me, The Slumbering Napoleon – eða Ég, hinn blundandi Napóleon – verða haldnir Sódómu Reykjavík í kvöld.

Lífið

Ellen dómari í Idol

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres mun taka við af Paulu Abdul sem fjórði dómarinn í American Idol. Hún ætlar ekki að hætta með spjallþátt sinn sem hún hefur stjórnað við miklar vinsældir undanfarin ár.

Lífið

Tíu þúsund gegn framkvæmdum á Ingólfstorgi

Rúmlega tíu þúsund manns hafa skráð sig í mótmælandahóp á Facebook gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á Ingólfstorgi. Síðan var stofnuð fyrir viku síðan en hópurinn hefur þegar haldið tónleika til þess að vekja athygli á málinu.

Lífið

Megas spilar Millilendingu í kvöld

Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Veitingastaðnum Nasa í kvöld en þá mun sjálfur Megas ásamt Senuþjófunum leika plötu sína Millilending í heild sinni.

Lífið

Ástríður og Ólafur Ragnar í kappakstri

Pétur Jóhann og Ilmur Kristjáns ætli í kappakstur í sjónvarpinu í kvöld, fimmtudagskvöld, í Formúluþættinum Rásmarkinu á Stöð 2 Sport. Pétur Jóhann er eins og mörgum er kunnugt um brjálaður Ferrari aðdáandi. Þau Pétur og Ilmur munu spyrna um Monza brautina í sérstökum ökuhermum í myndverinu, en keppt er á brautinni á Ítalíu um helgina. Í þættinum verður auk þess rætt við Giancarlo Fisichella sem skipti frá Force India liðinu yfir til Ferrari eftir frækna frammistöðu á Spa brautinni í síðustu keppni. Við rásmarkið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á fimmtudögum kl. 20.

Lífið

Steinunn á Kjarvalsstöðum

Sýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar verður opnuð á Kjarvalsstöðum hinn 21. nóvember. Sýningin mun bera heitið Steinunn og þar verða til sýnis flíkur úr smiðju Steinunnar sem margar hafa ekki verið sýndar hér á landi áður.

Lífið

Skuggasveinar gefa út disk

Saman er komin sveit knárra heldri manna úr íslenska tónlistarbransanum sem hafa æft upp prógramm með frumsömdum lögum sem brátt koma út.

Lífið

Heilbrigð skynsemi í hart við Rödd skynseminnar

„Ég er búinn að vera „Heilbrigð skynsemi" í sex til tíu ár, hef skrifað undir því nafni á netinu. Og þar sem ég er Heilbrigð skynsemi hlýt ég líka að vera Rödd skynseminnar," segir markaðsfræðingurinn og bloggarinn Jakob Þór Haraldsson.

Lífið

Lagaflækja Hobbitans á enda

Tökur á kvikmynd byggðri á Hobbitanum eftir JRR Tolkien geta nú hafist af fullum krafti eftir að framleiðendurnir komust að samkomulagi við erfingja rithöfundarins. Erfingjarnir höfðuðu mál gegn New Line Cinema í fyrra og kröfðust tæplega þrjátíu milljarða króna í skaðabætur vegna samningsbrots og svika.

Lífið

Syngur gamla „fiftís“-slagara

„Þetta eru svartir ryþmablúsar frá því í kringum fimmtíu,“ segir Helgi Björnsson, sem er að undirbúa plötu með gömlum bandarískum tökulögum.

Lífið

Leirlistamaður í rokkinu

Hljómsveitirnar DLX ATX, Bárujárn, Me the Slumbering Napoleon og Caterpillarmen leika á skemmtistaðnum Grand Rokk á laugardagskvöldið klukkan 22.00.

Lífið