Lífið

Ástríður og Ólafur Ragnar í kappakstri

Pétur Jóhann og Ilmur Kristjáns ætli í kappakstur í sjónvarpinu í kvöld, fimmtudagskvöld, í Formúluþættinum Rásmarkinu á Stöð 2 Sport.

Pétur Jóhann er eins og mörgum er kunnugt um brjálaður Ferrari aðdáandi. Þau Pétur og Ilmur munu spyrna um Monza brautina í sérstökum ökuhermum í myndverinu, en keppt er á brautinni á Ítalíu um helgina.

Í þættinum verður auk þess rætt við Giancarlo Fisichella sem skipti frá Force India liðinu yfir til Ferrari eftir frækna frammistöðu á Spa brautinni í síðustu keppni.

Við rásmarkið er á dagskrá Stöðvar 2 Sport á fimmtudögum klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.