Lífið

Syngur gamla „fiftís“-slagara

helgi björnsson Undirbýr nýja plötu með bandarískum tökulögum frá upphafi sjötta áratugarins. fréttablaðið/anton
helgi björnsson Undirbýr nýja plötu með bandarískum tökulögum frá upphafi sjötta áratugarins. fréttablaðið/anton

„Þetta eru svartir ryþmablúsar frá því í kringum fimmtíu,“ segir Helgi Björnsson, sem er að undirbúa plötu með gömlum bandarískum tökulögum.

„Þetta er búið að vera lengi í bígerð. Ég er búinn að vera að garfa mikið í þessari tegund af tónlist. Þetta er mjög skemmtilegt því þarna er djassinn og blúsinn að koma saman og hrærast í rokk og ról. Þessi svörtu tónlistarmenn voru byrjaðir að spila rokk og ról strax eftir stríð,“ segir hann.

„Hjá okkur var þetta ekki fyrr en "54 eða "55 þegar Presley og Jerry Lee Lewis koma fram. Þá verður þetta til fyrir alvöru.“

Upptökur á plötunni hefjast síðar í mánuðinum og verður hún tekin upp „live“ eins og gert var í gamla daga. Til þess að allt gangi eins og smurð vél hefur Helgi sankað að sér mörgum af færustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, þar á meðal Einari Scheving trommara og Róberti Þórhallssyni kontrabassaleikara.

Helgi er einnig að undirbúa „fiftís“-partí í Þjóðleikhús­kjallaranum sem verða á laugardagskvöldum í vetur. Þar mun hann syngja með húsbandinu undir nafninu Helgi og kokteilpinnarnir. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.