Lífið

Lagaflækja Hobbitans á enda

j.r.r. Tolkien Hobbitinn er byggður á samnefndri sögu Tolkiens frá árinu 1937.
j.r.r. Tolkien Hobbitinn er byggður á samnefndri sögu Tolkiens frá árinu 1937.

Tökur á kvikmynd byggðri á Hobbitanum eftir JRR Tolkien geta nú hafist af fullum krafti eftir að framleiðendurnir komust að samkomulagi við erfingja rithöfundarins. Erfingjarnir höfðuðu mál gegn New Line Cinema í fyrra og kröfðust tæplega þrjátíu milljarða króna í skaðabætur vegna samningsbrots og svika.

Voru framleiðendurnir sakaðir um að hafa ekki greitt þeim höfundagjöld vegna Lord of the Rings-þríleiksins sem var einnig byggður á bókum Tolkiens. Erfingjarnir töldu sig eiga rétt á 7,5 prósentum allra tekna sem hlýst af myndum sem gerðar eru eftir bókum Tolkiens.

Núna hefur samkomulag náðst og rennur mestur peningurinn til góðgerðasamtakanna The Tolkien Trust sem styðja ýmis málefni víðs vegar um heiminn. Leikstjórinn Guillermo del Toro getur nú hafist handa við kvikmyndirnar tvær sem gera á eftir Hobbitanum.

Fyrri myndin er væntanleg í bíó 2011 og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Bókin, sem kom út 1937, fjallar um ævintýri Bilbó Bagga sem hefur í fórum sínum hringinn sem var svo áberandi í Lord of the Rings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.