Lífið

Steinunn á Kjarvalsstöðum

Sýnir á kjarvalsstöðum Sýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur verður opnuð 21. nóvember.fréttablaðið/anton
Sýnir á kjarvalsstöðum Sýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur verður opnuð 21. nóvember.fréttablaðið/anton

Sýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar verður opnuð á Kjarvalsstöðum hinn 21. nóvember. Sýningin mun bera heitið Steinunn og þar verða til sýnis flíkur úr smiðju Steinunnar sem margar hafa ekki verið sýndar hér á landi áður.

„Það er mikill heiður að fá að sýna á Listasafni Reykjavíkur og óneitanlega er það mikils virði að þessi sýning skuli eiga sér stað sama ár og ég er borgar­listamaður,“ segir Steinunn. Hún hefur áður haldið sambærilegar sýningar í hönnunarsöfnum og í listagalleríum erlendis en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir á listasafni hér heima.

Á sýningunni á Kjarvalsstöðum verða til sýnis um þrjátíu heildstæðar fatasamsetningar og að sögn Steinunnar eru þetta flíkur sem hafa sögu að segja.

„Þetta eru flíkur sem mér finnst segja mikið um mig sem hönnuð þó þetta sé ekki yfirlitssýning í hefðbundnum skilningi. Fyrir mér er tíska tímalaus og fallegustu flíkurnar eru þær sem maður getur dregið fram úr fataskápnum aftur og aftur. Ég hef ekki haldið tískusýningar á Íslandi og þar af leiðandi hefur fólk ekki fengið tækifæri til að sjá mikið af því sem ég hef verið að gera þar til nú,“ segir Steinunn að lokum.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.