Lífið

Ellen dómari í Idol

Ellen Degeneres
Ellen Degeneres

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres mun taka við af Paulu Abdul sem fjórði dómarinn í American Idol. Hún ætlar ekki að hætta með spjallþátt sinn sem hún hefur stjórnað við miklar vinsældir undanfarin ár.

„Ég vonast til að vera fulltrúi almennings í dómarasætinu vegna þess að ég er alveg eins og þið," sagði Ellen. „Ég ætla ekki líta á hlutina frá sjónarhóli tónlistarframleiðandans. Ég lít á hlutina eins og venjuleg manneskja sem ætlar að kaupa tónlistina."

Margir dómarar hafa hlaupið í skarðið fyrir Abdul í áheyrnarprufunum fyrir Idol, þar á meðal Victoria Beckham, Katy Perry og Shania Twain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.