Bretar bítast um Íslandsmynd 11. september 2009 06:00 jóhann sigþórsson Nýjasta mynd hans verður líklega tekin til sýningar hjá National Geographic. „Þetta er alveg meiri háttar," segir leikstjórinn Jóhann Sigþórsson. Tvö bresk fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa dreifingarréttinn á nýrri íslenskri heimildarmynd hans, Living on the Edge. Myndin verður kynnt á sjónvarpssöluhátíð í Cannes á næstunni þar sem dreifingaraðilarnir munu bítast um hana. Einnig eru miklar líkur á því að sjónvarpsstöðin National Geographic kaupi hana til sýningar. „Þetta er ágætis peningur því þetta verður selt um allt. Þetta er íslenska tilraunin til að gera eitthvað Planet Earth-efni," segir Jóhann en Profilm sér um framleiðsluna. Ætlunin er að myndin, sem er 52 mínútna löng, sýni sálina í íslensku þjóðinni. Enginn viðtöl eru í henni heldur fjallar sögumaður um það sem fyrir augu ber. Um tónlistina sér Hilmar Örn Hilmarsson. „Við höfum kallað þetta í gríni fyrsta skrefið til endurreisnar Íslands. Þetta er mjög pósitíf mynd fyrir Ísland og það er ekki minnst á bankahrunið eða neitt í þeim dúr," segir Jóhann. „Þarna eru náttúrulífsmyndir og heilmikið kíkt á mannlífið líka." Jóhann segir að kreppan hafi ýtt undir gerð myndarinnar þó svo að hún hafi verið í mörg ár í undirbúningi. „Ég hef verið að safna efni í hana í fjögur ár. Þegar hrunið kom fannst mér tilvalið að kýla á þetta og ég myndaði það síðasta í febrúar." Jóhann er margreyndur leikstjóri heimildarmynda og hefur gert myndir fyrir stöðvar á borð við Discovery, Animal Planet, TV2 og Danmarks Radio. Á meðal íslenskra heimildarmynda hans er Fæddur í paradís sem var ádeilumynd á virkjanaframkvæmdir þar sem rithöfundurinn Guðmundur Páll Ólafsson var í forgrunninum. - fb Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Þetta er alveg meiri háttar," segir leikstjórinn Jóhann Sigþórsson. Tvö bresk fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að kaupa dreifingarréttinn á nýrri íslenskri heimildarmynd hans, Living on the Edge. Myndin verður kynnt á sjónvarpssöluhátíð í Cannes á næstunni þar sem dreifingaraðilarnir munu bítast um hana. Einnig eru miklar líkur á því að sjónvarpsstöðin National Geographic kaupi hana til sýningar. „Þetta er ágætis peningur því þetta verður selt um allt. Þetta er íslenska tilraunin til að gera eitthvað Planet Earth-efni," segir Jóhann en Profilm sér um framleiðsluna. Ætlunin er að myndin, sem er 52 mínútna löng, sýni sálina í íslensku þjóðinni. Enginn viðtöl eru í henni heldur fjallar sögumaður um það sem fyrir augu ber. Um tónlistina sér Hilmar Örn Hilmarsson. „Við höfum kallað þetta í gríni fyrsta skrefið til endurreisnar Íslands. Þetta er mjög pósitíf mynd fyrir Ísland og það er ekki minnst á bankahrunið eða neitt í þeim dúr," segir Jóhann. „Þarna eru náttúrulífsmyndir og heilmikið kíkt á mannlífið líka." Jóhann segir að kreppan hafi ýtt undir gerð myndarinnar þó svo að hún hafi verið í mörg ár í undirbúningi. „Ég hef verið að safna efni í hana í fjögur ár. Þegar hrunið kom fannst mér tilvalið að kýla á þetta og ég myndaði það síðasta í febrúar." Jóhann er margreyndur leikstjóri heimildarmynda og hefur gert myndir fyrir stöðvar á borð við Discovery, Animal Planet, TV2 og Danmarks Radio. Á meðal íslenskra heimildarmynda hans er Fæddur í paradís sem var ádeilumynd á virkjanaframkvæmdir þar sem rithöfundurinn Guðmundur Páll Ólafsson var í forgrunninum. - fb
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira