Lífið

Jay Leno snýr aftur

Allt á sínum stað Jay Leno byrjar á Skjá einum 21. september.
Allt á sínum stað Jay Leno byrjar á Skjá einum 21. september.

Hökustóri grínistinn Jay Leno snýr aftur með nýjan skemmtiþátt, The Jay Leno Show, 14. september á NBC-sjónvarpsstöðinni. Þættirnir byrja viku síðar á Skjá einum, 21. september.

„Það var vegið og metið í marga mánuði hvort við ættum að taka Leno eða Conan og þetta er niðurstaðan,“ segir Þóra Björk Clausen, aðstoðardagskrárstjóri Skjás eins. Hinn hárfagri Conan O‘Brien tók yfir gamla þáttinn hans Leno og vildu sumir að Skjárinn færi að sýna Conan í staðinn fyrir Leno, enda með ferskari húmor.

„Við ákváðum að halda bara tryggð við okkar mann,“ segir Þóra. „Leno hefur lagt mikið í þennan nýja þátt sinn og svo höfum við rýnt í áhorfstölur á Conan og þær eru satt að segja ekki nógu góðar.“

Nýi þátturinn hans Jay Leno verður með svipuðu sniði og gamli þátturinn. Fyrirsagnir og „Jaywalking“ verða á sínum stað og hressi blökkumaðurinn Kevin Eubanks að sjálfsögðu líka.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.