Lífið

Þrjú lög á átta ára tímabili

gunnar ólason Gunnar hefur sent frá sér þrjú lög af væntanlegri sólóplötu sinni.mynd/egill
gunnar ólason Gunnar hefur sent frá sér þrjú lög af væntanlegri sólóplötu sinni.mynd/egill

Þrjú lög af væntanlegri sólóplötu Gunnars Ólasonar úr Skítamóral eru að fara í útvarpsspilun. Lögin nefnast Future Song, Train to Nowhere og Over and Over og eru gjörólík því sem Skítamórall hefur hingað til sent frá sér.

Átta ár eru liðin síðan Gunnar byrjaði að taka plötuna upp og vonast hann til að hún komi loksins út á næsta ári.

„Þetta getur verið flókið þegar menn eru svona vandlátir eins og ég," segir Gunnar og telur að miðað við hægaganginn á verkefninu, þrjú lög á átta árum, komi platan varla út fyrr en eftir 33 ár.

Rólegheita djass-, fönk- og blússkotin tónlist verður í fyrirrúmi á plötunni auk þess sem eitt lag verður í reggíbúningi. Sömuleiðis eru allir textarnir á ensku.

„Mér finnst betra að tjá mig og semja texta á því tungumáli," segir Gunnar, sem stundar nám við háskólann á Bifröst en starfaði áður sem fasteignasali. „Ég sá mér ekki fært að starfa lengur þar. Eins og segir sig sjálft er ekki mikið að gera þar." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.