Lífið

Þrettán þrumar á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
XIII á tónleikum í Tjarnarbíói í tilefni af útgáfu Serpentyne í október 1995.
XIII á tónleikum í Tjarnarbíói í tilefni af útgáfu Serpentyne í október 1995.

Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit XIII (13) stígur fram á sjónarsviðið nú um helgina eftir langt hlé og kemur fram á tónleikum ásamt hljómsveitinni Sólstöfum á Sódómu Reykjavík laugardaginn 12. september. Það er XIII sem hefur leikinn og stígur á stokk á miðnætti.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2002 sem XIII kemur fram opinberlega og í fyrsta sinn síðan 1997 sem hljómsveitin kemur fram með nær upprunalega liðsskipan. Það er Hallur Ingólfsson sem leiðir hljómsveitina sem fyrr og með honum leika Eiríkur Sigurðsson á gítar, Jón Ingi Þorvaldsson á bassa og Birgir Jónsson á trommur.

Hljómsveitin vakti mikla athygli á árunum 1994 - 96 með útgáfu hljómdiskanna Salt og Serpentyne sem þeir fylgdu kröftuglega eftir með hljómleikahaldi hér á landi og tónleikaferð um meginland Evrópu árið 1997. Síðan þá hefur hljómsveitin legið í dvala en Hallur hefur þó tekið upp tvær hljómplötur undir merkjum XIII, Magnifico Nova, sem kom út árið 2002, og Wintersun sem hefur ekki verið gefin út hér á landi enn þá. XIII mun flytja lög af öllum fjórum hljómplötunum á tónleikunum.

Hér má lesa ágrip af sögu hljómsveitarinnar XIII á alfræðivefnum Wikipedia








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.