Lífið

Útgáfutónleikar Napóleons

Rokk!
Me, The Slumbering Napoleon.
Rokk! Me, The Slumbering Napoleon.

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Me, The Slumbering Napoleon – eða Ég, hinn blundandi Napóleon – verða haldnir Sódómu Reykjavík í kvöld.

Platan er fimm laga EP, heitir „Marske by the sea“, og kemur út í dag hjá Brak hljómplötum. Þetta er indie-smurt rokkband sem á magnaða föss-pedala og tekur nokkuð fast á málum, án þess þó að fara yfir strikið.

Engir aukvisar ætla að hita upp kofann. Morðingjarnir, sem gefa út þriðju plötuna sína, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, í október, og Plastic Gods, sem spila dómsdags/drun-rokk og hefur gefið út eina plötu, Quadriplegiac.

Viðkvæmum og hjartahreinum er bent á að halda sig heima við en hinir geta farið að mæta upp úr kl. 22. Frítt er inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.