Lífið

Daðrar óstjórnlega

Leikarinn Ryan Phillippe hefur lítið verið í fréttum síðan hann skildi við eiginkonu sína, Óskarsverðlaunahafann Reese Witherspoon. Tímaritið The Enquirer birti nýverið frétt þar sem samband leikarans og kærustu hans, leikkonunnar Abbie Cornish, var sagt standa á brauðfótum.

Lífið

Svali: Horfum saman á Skaupið

„Við borðum góðan mat með allri fjölskyldunni, förum öll á brennu saman i Skerjó og svo horfum við saman á Skaupið," segir Svali Kaldalóns útvarpsmaður á FM957 spurður út í áramótin á Jól.is. „Í ár verður skotið upp á Úlfarsfelli og notið þess að horfa yfir Reykjavík." Hér má lesa viðtalið við Svala.

Lífið

Páll Óskar diskókóngur klikkar ekki - myndir

Diskókóngurinn Páll Óskar breytti skemmtistaðnum Nasa í hið sögufræga Stúdíó 54 í New York á annan í jólum. Eins og Palli lofaði var sett upp risastór sviðsmynd, brjálaðar skreytingar og flottasta ljósasjóv sem sést hefur í húsinu í samstarfi við Bacardi. Það var troðfullt hús og skemmti fólk sér stórkostlega eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Lífið

Árámótaheit: Stefnir á að komast í dúndurform

„Í ár ætla ég að setja áramótaheit í fyrsta skipti í mörg mörg ár." svarar Sólveig Eiríksdóttir í viðtali á Jol.is hvort hún ætlar að setja sér áramótaheit þessi áramót og segir: „Þar sem ég verð fimmtug á nýja árinu þá ætla ég að stefna á að verða í betra formi heldur en þegar ég varð fertug." Lesa viðtalið í heild sinni.

Lífið

Álfakynlífslúði í hispurslausu viðtali - myndband

„Ég held að heimurinn yrði betri ef fleiri svæfu hjá álfum,“ segir Hallgerður Hallgrímsdóttir, rithöfundur, sem skrifaði bókina Please yoursELF en í viðtali á netsíðunni vbs.tv lýsir hún kynlífi sínu með álfum hér á landi. Hallgerður, sem var blaðakona á Nýju lífi, heldur því fram að hún hafi sofið hjá huldufólki hér á landi.

Lífið

Ómálaður ofurkroppur - myndir

Fyrrverandi tennisstjarnan Anna Kournikova, 28 ára, verslaði inn í Hollywood í gærdag. „Umboðsmaðurinn minn vill að ég klæðist eins og nunna en ég vil klæða mig eins og ung kona," lét Anna hafa eftir sér. Eins og myndirnar sýna var Anna ómáluð í andliti.

Lífið

Eurobandið spilar á Akureyri í kvöld

„Stemningin á Akureyri er frábær. Það er svo rosalega jólalegt hérna. Þetta eru hvítustu jól í mörg ár," segir Friðrik Ómar sem telur niður í Eurovision á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni á Akureyri með Eurobandinu í kvöld, annan í jólum. „Það er alltaf gaman að koma hingað og spila og okkur hlakkar mikið til kvöldsins."

Lífið

Charlie Sheen handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var handtekinn á jóladag fyrir heimilisofbeldi í húsi í skíðabænum Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hvort ofbeldið beindist gegn nýlegri eiginkonu hans, Brooke Mueller, sem hann gekk í hjónaband með á síðasta ári og eiga þau saman tvíbura.

Lífið

Sjóðheitur nýársfagnaður - myndir

„Þetta er í níunda skiptið sem við höldum þetta," svarar Andrés Pétur sem stendur fyrir árlegum nýársfagnaði ásamt félögum sínum. „Við byrjuðum í heimahúsi og höfum síðan verið á Einari Ben, Hótel Borg, Lídó, Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu. Vel hefur tekist til og alltaf verið fullt hús."

Lífið

Evróvisjónhljómsveit Jóhönnu kosin sú besta

Bakraddasöngvararnir og tónlistarmennirnir sem studdu dyggilega við söng Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur voru kosin besta hljómsveitin í Evróvisjón keppninni á síðasta ári. Það voru Þau Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk, Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sungu með Jóhönnu en Hallgrímur Jensson spilaði á selló og Börkur Birgisson á gítar.

Lífið

Sverrir Stormsker: Jólin eru skemmtilegustu ofurölvunardagar ársins

„Þegar einhver slysast til að kveikja á útvarpinu og það er verið að útvarpa messu þá tryllist bókstaflega öll famelían," svarar Sverrir Stormsker aðspurður út í jólahátíðina og bætir við: „Erum oft lengi að jafna okkur." „Hefðbundnir jólasálmar fara líka í mínar fínustu, þetta grefilsins mjálm einsog „Heims um tól" og „Hjá betlurum er barn oss fætt" og allt það geðveikisjukk."

Lífið

Bros nauðsynlegt í skammdeginu

Auður Lind Aðalsteinsdóttir 34 ára einstæð móðir úr Garðabæ stendur fyrir verkefninu Brosum saman. Hún hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem dóttir hennar Hanna María Petersdóttir, 4 ára, teiknaði. Allur ágóðinn rennur til Fjölskylduhjálpar. „Hugmyndin með endurskinsmerkinu fékk ég þegar ég var að keyra dóttur mína í leikskólann," segir Auður.

Lífið

Fyrsti grínhópurinn á Litla-Hraun

„Við erum gríðarlega spenntir og eigum ekki von á öðru en góðum viðtökum. Við hlökkum mikið til og ætlum að vera með ógeðslega skemmtilegt efni,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn.

Lífið

Jólamaturinn hjá sjónvarpskokkunum

„Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadagskvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat,“ segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt

Lífið

Ný sjónvarpsseríafrá Vaktar-mönnum

„Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þessum Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri.

Lífið

Ryðguð skæri í jólagjöf

„Eitt mjög fyndið atvik kom upp í eitt skipti þegar ég var að opna pakka frá ömmu minni," segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona á Jól.is. „Ég man nú ekkert hvað hún gaf mér en í pakkanum voru líka ryðguð skæri." „Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann. Þegar við minntumst á þetta við hana talaði hún um að hún hafi bara ekkert skilið hvað af skærunum hefði orðið." Viðtalið við Ingibjörgu í heild sinni hér.

Lífið

Eyðum engu í gjafir

„Þetta árið verða fáir pakkar undir trénu þar sem við ákváðum að eyða engu í gjafir til hvors annars," segir Pálmi Gunnarsson á Jol.is. „Ánöfnum þess í stað upphæðinni sem hefði farið í jólagjafainnkaup til fólks sem hefur minna en við. Svo er það bara slökun og meiri slökun." Lesa viðtalið við Pálma hér.

Lífið

Gillz uppseldur hjá útgefanda

„Staðan á bókinni er þannig að hún er uppseld hjá útgefanda en það liggja eintök hér og þar í búðunum," svarar Egill Gillz Einarsson aðspurður um söluna á Mannasiðabókinni hans. „Það er ljóst að færri fá Mannasiðabók en vildu og það þykir mér gríðarlega leiðinlegt."

Lífið

Ham bjargaði jólunum

„Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson.

Lífið

Tveir er hin fullkomna tala

Út eru komnar tvær plötur sem eiga það sameiginlegt að Henrik Björnsson í Singapore Sling er á þeim báðum. Þetta er platan Songs for the birds með dúettinum Hank & Tank (Henrik og Þorgeir Guðmundsson) og samnefnd plata með dúettinum The Go-Go Darkness (Henrik og Elsa María Blöndal). Öll þrjú hittu Dr. Gunna.

Lífið

Söngleikur með lögum Magga Eiríks

„Hann er náttúrlega einn allra besti lagahöfundur landsins,“ segir Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri, sem staðfestir að í undirbúningi sé söngleikur með lögum Magnúsar Eiríkssonar. „Það eru flottar sögur í mörgum lögunum hans og við teljum að það sé þarna efni í virkilega flotta sýningu. Hér er verið að velta upp ýmsum hugmyndum um hvernig er hægt að nálgast þetta á sviði. Svo sjáum við til hvað verður úr því.“

Lífið

Jólaþulir borða konfekt og kaffi

Guðmundur Benediktsson þulur er einn þeirra sem les upp jólakveðjurnar á Rás 1 í dag. Upplesturinn er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra landsmanna og hefur kveðjunum rignt inn frá 14. desember, en hætt var að taka á móti kveðjum klukkan fimm í gær. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er fjöldi kveðja svipaður og hefur verið undanfarin ár og því ljóst að þjóðin nýtur þess enn að senda náunganum kveðju á öld sms-skeyta og tölvupósta.

Lífið

Kryddpíur fullar um jólin

Emma Bunton lýsti því yfir í samtali við Daily Express að um hver jól safnist kryddstúlkurnar saman heima hjá Victoriu og David Beckham, drekki slatta af víni og borði góðan mat. Þau syngi síðan með gömlum Spice Girls-slögurum.

Lífið

Sonurinn á spítala

Sonur Jon Bon Jovi var fluttur í skyndi á spítala í New Jersey. Ekki er vitað hvaða sonur þetta var en atvikið var ekki talið alvarlegt. Sökum fannfergis sem hefur truflað flestar samgöngur á vesturströnd Bandaríkjanna var kallað út snjóruðningstæki til að flytja son gallabuxna­rokkarans á sjúkrahús. Jon Bon Jovi á þrjá syni: Jesse sem er fjórtán ára, hinn sjö ára gamla Jacob og fimm ára gamla Romeo. Hann hefur haldið hlífðarskildi yfir fjölskyldu sinni og því hafa fjölmiðlar átt erfitt um vik að fá upplýsingar um hvað gerðist.

Lífið

Hatar jólin

Ozzy Osbourne verður seint sakaður um að vera jólabarn. Hann segir bestu jólin hafa verið árið 2003 en þá lá hann meðvitundar­laus á spítala eftir mótorhjólaslys. Í viðtali við breska fjölmiðla segist Ozzy hreinlega hata jólin og jafnvel gjafir frá eiginkonunni Sharon hjálpi lítið til.

Lífið

Briem í Búdapest yfir jólin

„Ég verð í Búdapest um jólin með kærustunni sem er þaðan," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvar hann verður yfir jólin á Jól.is. „Við röltum á milli jólamarkaða, förum kannski á skauta eða í bíó og fáum okkur jólaglögg og Kurtös Kalács sem er einskonar konunglegt hringbrauð bakað á teini."

Lífið

Andlátið eyðilagði heiminn minn - myndir

Breski handritshöfundurinn Simon Monjack, sem giftist leikkonunni Brittany Murphy árið 2007, ræddi við fjölmiðla í fyrsta sinn í gær eftir að eiginkona hans lést síðasta sunnudag. Hann sagði sorgmæddur: „Heimurinn minn var eyðilagður í gær." Þá lagði Simon áherslu á að um var að ræða ósköp venjulegan dag í lífi þeirra hjóna daginn sem hún lést.

Lífið

Stjörnufans áritar - myndir

Prinsessan og froskurinn, nýjasta meistaraverk Disney, var forsýnd í Sambíóunum síðustu helgi. Eins og myndirnar sýna mættu Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr, Laddi og Egill Ólafsson á svæðið og árituðu plaköt fyrir krakkana. Þau fara með helstu hlutverkin í myndinni.

Lífið

Tjúttað á fullu um jólin

Tónleika- og skemmtanalífið í Reykjavík fer ekki í frí nema rétt yfir blájólin. Það er hellingur í gangi á Þorláksmessu og svo byrjar stuðið strax aftur á annan í jólum.

Lífið

Laddi gaf Jólasögu

Þórhallur Sigurðsson, Laddi, afhenti Barnaspítala Hringsins fimmtíu eintök af plötunni Jólasaga sem hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti hans í Loftkastalanum. Áður hafði Laddi gefið Hjálparstarfi kirkjunnar tæplega eitt hundrað plötur og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans átján, auk þess sem plötur hafa verið gefnar á Facebook-síðu leikritsins. Á plötunni, rétt eins og í leikritinu, bregður Laddi sér í allra kvikinda líki. Fyrirferðarmestur er þó Skröggur gamli sem hefur óbeit á jólunum en er gefið óvænt tækifæri í lífinu til að láta gott af sér leiða. Jólasaga er þriðja platan sem Heyr Heyr gefur út. Í fyrra gaf fyrirtækið út plöturnar Íslenskar þjóðsögur I og II og Icelandic Folk Tales.

Lífið