Lífið

Fyrsti grínhópurinn á Litla-Hraun

Grín í fangelsi Mið-Ísland kemur fram á Litla-Hrauni ásamt Hjaltalín.Fréttablaðið/gva
Grín í fangelsi Mið-Ísland kemur fram á Litla-Hrauni ásamt Hjaltalín.Fréttablaðið/gva
„Við erum gríðarlega spenntir og eigum ekki von á öðru en góðum viðtökum. Við hlökkum mikið til og ætlum að vera með ógeðslega skemmtilegt efni,“ segir uppistandarinn Ari Eldjárn.

Uppistandshópurinn Mið-Ísland og hljómsveitin Hjaltalín skemmta föngunum á Litla Hrauni 29. desember. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti uppistandshópurinn sem treður upp í fangelsinu. Bubbi Morthens kemur árlega fram á Hrauninu, en Ari er betri en flestir í að herma eftir kónginum og býst við að fangarnir taki vel í grínið. „Það er þvílíkur munur að geta fengið Bubba tvisvar um jólin,“ segir hann. „Þetta verða stór Bubbajól. Mér finnst ótrúlega flott að Bubbi hafi alltaf farið. Það er ótrúlega gaman að geta gert þetta og ekki leiðum að líkjast – í fleiri en einni merkingu.“

Mið-Ísland hópurinn hefur slegið í gegn og fullt hefur verið út úr dyrum á grínkvöldum sem hópurinn hefur haldið undanfarnar vikur í Reykjavík. Þá þarf ekki að fjölyrða um vinsældir Hjaltalín, en hljómsveitin gaf út plötuna Terminal nú fyrir jól. Platan var valin plata ársins í tímaritinu Monitor og búast má við að hún verði efst á fleiri listum.- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.