Lífið

Evróvisjónhljómsveit Jóhönnu kosin sú besta

Jóhanna Guðrún ásamt Friðriki Ómari og Heru Björk.
Jóhanna Guðrún ásamt Friðriki Ómari og Heru Björk.

Bakraddasöngvararnir og tónlistarmennirnir sem studdu dyggilega við söng Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur voru kosin besta hljómsveitin í Evróvisjón keppninni á síðasta ári. Það voru Þau Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk, Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sungu með Jóhönnu en Hallgrímur Jensson spilaði á selló og Börkur Birgisson á gítar.

Kosningin fór fram á netsíðunni escotoday.com sem er helsta Evróvisjón-síðan á veraldarvefnum. Þetta var í fyrsta skiptið sem kosið var um besta tónlistarstuðninginn við aðalsöngkonuna. Friðrik Ómar er heldur sigursæll í Evróvisjón þrátt fyrir að hafa ekki sigrað keppnina sjálfa, en hann hefur alls hlotið þrenn verðlaun frá aðdáendum Evrósvisjón síðunnar. Tvenn hlaut hann með hljómsveit sinni, Euroband ásamt Regínu Ósk Óskarsdóttur.

Næsta Evróvisjón-keppni hefst í maí á næsta ári. Forkeppnin fer fram á Íslandi í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.