Lífið

Bros nauðsynlegt í skammdeginu

Auður Lind Aðalsteinsdóttir og Hanna María Petersdóttir./MYNDIR: Fréttablaðið.
Auður Lind Aðalsteinsdóttir og Hanna María Petersdóttir./MYNDIR: Fréttablaðið.

Auður Lind Aðalsteinsdóttir 34 ára einstæð móðir úr Garðabæ stendur fyrir verkefninu Brosum saman. Hún hefur látið framleiða 10.000 endurskinsmerki með mynd af broskarli sem dóttir hennar Hanna María Petersdóttir, 4 ára, teiknaði. Allur ágóðinn rennur til Fjölskylduhjálpar.

„Hugmyndin með endurskinsmerkinu fékk ég þegar ég var að keyra dóttur

mína í leikskólann," segir Auður.

„Endurskinsmerki er ekki bara fyrir börn heldur fyrir okkur öll."

Þá sá ég fjöldan allan af krökkum vera að fara í Sjálandsskóla og þau sáust misvel, þar sá ég hversu mikilvægt er að börnin okkar séu með endurskin."

„Endurskin er lífsnauðsynlegt sérstaklega í skammdeginu. Þetta fannst mér líka mikilvægt að koma með í umræðuna."

„Það er alveg deginum ljósara að endurskinsmerki, hvort sem þau eru límd á eða saumuð í föt eru og geta bjargað mannslífi," segir Auður.

„Endurskin er lífsnauðsynlegt sérstaklega í skammdeginu."
„Búðirnar sem selja þetta hafa tekið í þetta vel og verið tilbúnar að láta mig hafa mjög góða staðsetningu á kössunum," segir Auður.

„Ég komst að því að mikil vinna liggur á bak við mörg verkefni þó þau hljómi einföld," segir hún ánægð með afraksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.