Lífið

Laddi gaf Jólasögu

Vel var tekið á móti Ladda í Barnaspítala Hringsins þegar hann kom með plöturnar.
fréttablaðið/valli
Vel var tekið á móti Ladda í Barnaspítala Hringsins þegar hann kom með plöturnar. fréttablaðið/valli
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, afhenti Barnaspítala Hringsins fimmtíu eintök af plötunni Jólasaga sem hefur að geyma tónlist úr samnefndu leikriti hans í Loftkastalanum. Áður hafði Laddi gefið Hjálparstarfi kirkjunnar tæplega eitt hundrað plötur og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans átján, auk þess sem plötur hafa verið gefnar á Facebook-síðu leikritsins. Á plötunni, rétt eins og í leikritinu, bregður Laddi sér í allra kvikinda líki. Fyrirferðarmestur er þó Skröggur gamli sem hefur óbeit á jólunum en er gefið óvænt tækifæri í lífinu til að láta gott af sér leiða. Jólasaga er þriðja platan sem Heyr Heyr gefur út. Í fyrra gaf fyrirtækið út plöturnar Íslenskar þjóðsögur I og II og Icelandic Folk Tales.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.