Lífið

Eurobandið spilar á Akureyri í kvöld

Friðrik Ómar og Regína Ósk.
Friðrik Ómar og Regína Ósk.

„Stemningin á Akureyri er frábær," segir Friðrik Ómar sem telur niður í Eurovision á skemmtistaðnum Vélsmiðjunni á Akureyri með Eurobandinu í kvöld, annan í jólum.

„Það er svo rosalega jólalegt hérna. Þetta eru hvítustu jól í mörg ár,"

„Það er alltaf gaman að koma hingað og spila og okkur hlakkar mikið til kvöldsins."

„Við munum telja í öll flottustu Eurovision lögin svo það verður ekki auður blettur á dansgólfinu ef við þekkjum okkar fólk rétt," segir Friðrik Ómar.

Vélsmiðjan opnar á miðnætti.

Jólaviðtal við Friðrik Ómar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.