Lífið

Charlie Sheen handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen var handtekinn á jóladag fyrir heimilisofbeldi í húsi í skíðabænum Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Ekki fylgir sögunni hvort ofbeldið beindist gegn nýlegri eiginkonu hans, Brooke Mueller, sem hann gekk í hjónaband með á síðasta ári og eiga þau saman tvíbura.

Sheen var látinn laus gegn rúmlega milljón króna tryggingu. Hann skortir varla peninginn til að greiða trygginguna því hann er hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna í dag, en hann fær um 107 milljónir króna greiddar fyrir hvern þátt af Two and a Half Man, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2.

Hann hefur áður verið handtekinn fyrir ofbeldi gegn konum, en árið 1996 sakaði kona hann um að hafa slegið hana í rot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.