Jólamaturinn hjá sjónvarpskokkunum 24. desember 2009 08:00 Hrefna Rósa Sætran. „Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadagskvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat," segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt eldamennskunni að þessu sinni. „Tengdaforeldrar mínir vilja eiginlega bara að ég sé í fríi. Þetta er í fyrsta sinn sem ég borða hreindýr á jólunum svo ég er mjög spennt fyrir því," bætir hún við og brosir. Spurð hvað sé hennar hefðbundni jólamatur segir hún það breytilegt frá ári til árs. „Það hefur alltaf verið sitt á hvað hjá okkur og við höfum alltaf verið mjög dugleg að prófa eitthvað nýtt á aðfangadagskvöld," segir hún. „Mér finnst samt tartalettur með hangikjöti ómissandi og ég hef þær alltaf allavega einu sinni yfir jólin," segir hún.Konan kemur ekki inn í eldhúsið „Á aðfangadagskvöld fer ég fjörutíu ár aftur í tímann og er með hamborgarhrygg upp á gamla mátann," sagir Jóhannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel. „Í meðlæti er ég með heimalagað rauðkál sem ég geri jólalegt með því að setja hindberjaedik út í, brúna svo kartöflur og geri alvöru svína-sveppasósu," útskýrir Jói og segir hrygginn vera vinsælan meðal heimilisfólksins. „Það eru fjórir krakkar hjá okkur og þau vilja þetta, en konan er ekkert rosalega ánægð þar sem hún ólst upp við rjúpur. Jólin eru samt svo langur tími að við erum með rjúpur, gæs og önd hina dagana, allt sem ég er búinn að skjóta," segir Jói. Aðspurður segist hann sjálfur sjá um eldamennskuna á aðfangadagskvöld. „Ég hleypi konunni ekki inn í eldhúsið, ekki þá frekar en aðra daga. Það eina sem hún fær að gera er að búa til eplaköku í eftirmat sem hún ólst upp við og mér er farin að finnast nokkuð góð," bætir hann við og segir að uppskriftina að kökunni megi finna í Hagkaupsbókinni sem kom út fyrir jólin.Eyðir aðfangadegi í eldhúsinu „Á aðfangadagskvöld er kalkúnn með fyllingu. Það er alveg ófrávíkjanleg regla," segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona og sjónvarpskokkur, „Sem meðlæti er heimagert rauðkál og kartöflur sem eru soðnar í kraftinum af kalkúninum, bæði sætar og venjulegar. Svo erum við með salat og yfirleitt tvær tegundir af sósu því þetta er svona kvöld þegar allir eiga að fá það sem þeim þykir best," útskýrir Jóhanna, sem sér um að elda jólamatinn. „Ég er allan aðfangadag í eldhúsinu og finnst það mjög gaman. Á meðan fjölskyldan keyrir út pakkana elda ég matinn," segir hún. „Í eftirmat erum við með heimatilbúinn ís. Ég set möndlu út í ísinn þegar ég bý hann til og svo bræði ég rjómasúkkulaði í vatnsbaði og helli yfir," segir Jóhanna Vigdís.Sjávarréttir í forrétt „Ég er rosalega íhaldssöm á aðfangadagskvöld og er alltaf með hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sveppasósu. Það er búið að vera í fjölskyldunni minni í þrjátíu ár," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskynnir og kokkur. „Ég er alveg til í eitthvert stuð og fjölbreytni aðra daga, en ekki þennan dag. Ég er mjög ánægð með þetta og er ekkert að fara að breyta," útskýrir hún og segist elda sjálf á aðfangadagskvöld. „Ég er búin að taka við af mömmu og nú kemur hún í mat til mín. Hún skottast í kringum mig og hjálpar mér. Þetta er akkúrat búið að snúast við því áður var það ég sem var að skottast í kringum hana í eldhúsinu," bætir hún við og brosir. „Við erum með sjávarrétti í forrétt og síðan er eftirrétturinn breytilegur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að hafa núna, en er að hugsa um að gera einhvers konar útfærslu af pekan-böku," segir Friðrika.- agJói Fel Jóhannes Felixsson bakariJóhanna Vigdís HjaltadóttirFriðrikka Hjördís Geirsdóttir/ Stjórnandi Wipe Out/ Fá nokkrar myndir á alla kanta sem henta vel til Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Ég fer til tengdaforeldra minna á aðfangadagskvöld. Þar verður rjúpusúpa í forrétt, hreindýr í aðalrétt og svo sérrí-ís í eftirmat," segir Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, sjónvarpskokkur á Skjá einum og eigandi Fiskmarkaðarins. Sjálf segist hún ekki koma nálægt eldamennskunni að þessu sinni. „Tengdaforeldrar mínir vilja eiginlega bara að ég sé í fríi. Þetta er í fyrsta sinn sem ég borða hreindýr á jólunum svo ég er mjög spennt fyrir því," bætir hún við og brosir. Spurð hvað sé hennar hefðbundni jólamatur segir hún það breytilegt frá ári til árs. „Það hefur alltaf verið sitt á hvað hjá okkur og við höfum alltaf verið mjög dugleg að prófa eitthvað nýtt á aðfangadagskvöld," segir hún. „Mér finnst samt tartalettur með hangikjöti ómissandi og ég hef þær alltaf allavega einu sinni yfir jólin," segir hún.Konan kemur ekki inn í eldhúsið „Á aðfangadagskvöld fer ég fjörutíu ár aftur í tímann og er með hamborgarhrygg upp á gamla mátann," sagir Jóhannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel. „Í meðlæti er ég með heimalagað rauðkál sem ég geri jólalegt með því að setja hindberjaedik út í, brúna svo kartöflur og geri alvöru svína-sveppasósu," útskýrir Jói og segir hrygginn vera vinsælan meðal heimilisfólksins. „Það eru fjórir krakkar hjá okkur og þau vilja þetta, en konan er ekkert rosalega ánægð þar sem hún ólst upp við rjúpur. Jólin eru samt svo langur tími að við erum með rjúpur, gæs og önd hina dagana, allt sem ég er búinn að skjóta," segir Jói. Aðspurður segist hann sjálfur sjá um eldamennskuna á aðfangadagskvöld. „Ég hleypi konunni ekki inn í eldhúsið, ekki þá frekar en aðra daga. Það eina sem hún fær að gera er að búa til eplaköku í eftirmat sem hún ólst upp við og mér er farin að finnast nokkuð góð," bætir hann við og segir að uppskriftina að kökunni megi finna í Hagkaupsbókinni sem kom út fyrir jólin.Eyðir aðfangadegi í eldhúsinu „Á aðfangadagskvöld er kalkúnn með fyllingu. Það er alveg ófrávíkjanleg regla," segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttakona og sjónvarpskokkur, „Sem meðlæti er heimagert rauðkál og kartöflur sem eru soðnar í kraftinum af kalkúninum, bæði sætar og venjulegar. Svo erum við með salat og yfirleitt tvær tegundir af sósu því þetta er svona kvöld þegar allir eiga að fá það sem þeim þykir best," útskýrir Jóhanna, sem sér um að elda jólamatinn. „Ég er allan aðfangadag í eldhúsinu og finnst það mjög gaman. Á meðan fjölskyldan keyrir út pakkana elda ég matinn," segir hún. „Í eftirmat erum við með heimatilbúinn ís. Ég set möndlu út í ísinn þegar ég bý hann til og svo bræði ég rjómasúkkulaði í vatnsbaði og helli yfir," segir Jóhanna Vigdís.Sjávarréttir í forrétt „Ég er rosalega íhaldssöm á aðfangadagskvöld og er alltaf með hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sveppasósu. Það er búið að vera í fjölskyldunni minni í þrjátíu ár," segir Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskynnir og kokkur. „Ég er alveg til í eitthvert stuð og fjölbreytni aðra daga, en ekki þennan dag. Ég er mjög ánægð með þetta og er ekkert að fara að breyta," útskýrir hún og segist elda sjálf á aðfangadagskvöld. „Ég er búin að taka við af mömmu og nú kemur hún í mat til mín. Hún skottast í kringum mig og hjálpar mér. Þetta er akkúrat búið að snúast við því áður var það ég sem var að skottast í kringum hana í eldhúsinu," bætir hún við og brosir. „Við erum með sjávarrétti í forrétt og síðan er eftirrétturinn breytilegur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að hafa núna, en er að hugsa um að gera einhvers konar útfærslu af pekan-böku," segir Friðrika.- agJói Fel Jóhannes Felixsson bakariJóhanna Vigdís HjaltadóttirFriðrikka Hjördís Geirsdóttir/ Stjórnandi Wipe Out/ Fá nokkrar myndir á alla kanta sem henta vel til
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira